Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 44

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 44
92 SKINFAXI Fylking íþróttamanna á allsherjarmóti U.M.F.Í. í Haukadal 22. júní 1940. Fánaberinn heilsar. kenni þess þurfa að vera: Glœsileg fimleikasýning, myndar- leg þátttaka í frjálsum íþróttum og snjallir glímumenn. Þess- ir hópar eiga að gera landsmótið i Borgarfirði glæsilegasta mót U.M.F.Í. og verða öllum Umf. aukin hvatning til enn meiri íþróttastarfa. Allt hið markverðasta, sem fram fer á mótinu, verður kvik- inyndað. .Þannig á það að lifa lengi í endurminningunum og verða mörgum Umf. til ánægju víðsvegar um landið, sem ekki geta sótt mótið. Hæfilega tíð landsmót U.M.F.Í. munu, auk þess sem þau glæða íþróttaáhugann, skapa heppilega kynningu unga fólks- ins og auka jiekkingu þess á landinu, þar sem jafnan kæmu á hvert mót hópar Umf. úr öllum landsfjórðungum, en mótin haldin i þeim til skiptis, ef fært verður. Mótið í Borgarfirði næsta vor leiðir í Ijós, livort þau áform Umf. rætast, sem að er stefnt. Til þess þarf einbeittan vilja og mikla fórnfýsi af hálfu allra félaganna í undirbúningi heima og þátttöku í mótinu, svo djörfustu vonir um glæsilegt íþróttamót megi rætast.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.