Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 45
SKINFAXl
93
Félagsmál.
lí. sambandsþing U.M.F.Í.
verður haldið að Reykholti eða öðrum hentugum stað í
Borgarfirði í júnímánuði n.k. Samkvaémt 5. gr. laga U.M.F.I.
l)er „héraðssamböndum að kjósa fulltrúa til sambandsþings,
einn fyrir hvert stórt hundrað félagsmanna. Einstök félög,
sem eru í U.M.F.Í. án milligöngu héraðssambands, kjósa full-
trúa eftir sömu reglu.“
Öllum Umf. var sent bréf í haust m. a. varðandi þingið og
þau hvött til að nota réttindi sín til hins ítrasta og undir-
húa rœkilega mál, er þau vildu flytja þar.
Landsmót í íþróttum fer fram að loknu sambandsþinginu,
og er grein um það á öðrum stað i heftinu.
Bindindismálin.
Samkvæmt ákvörðun síðasta sambandsþings fer fram i vet-
ur atkvæðagreiðsla meðal Umf. um það, hvort bindindisákvæði
sambandslaganna skuli standa óbreytt eða að tekin verði upp
drengskaparskuldbindingin, er gilti til 1933.
Atkvæðagreiðslunni á að verða lokið fyrir 1. marz n.k. og
niðurstaðan lögð fyrir sambandsþingið í vor.
Ný sambandsféliig.
Ungmennasamband Austurlands hefur gengið i U.M.F.I. Fé-
lögin eru 23, með um 1200 meðlimum. Formaður er Skúli
Þorsteinsson skólastjóri á Eskifirði. Einnig Ungmennasam-
band Norður-Breiðfirðinga, er telur 0 félög og um 270 meðlimi
Formaður er sr. Arelíus Níelsson, Stað á Reykjanesi.
Þá hafa þrjú Umf. gengið í Þingeying og jafnframt i U.M.F.Í.
Umf. Glæsir í Fnjóskadal, Umf. Bjarmi í Fnjóskadal og Umf.
Eining i Bárðardal.
fþróttakennararnir.
Þeir verða átta í vetur hjá U.M.F.Í. Vafalaust yrðu þeir
mun fleiri, ef óvenjuleg fólksfæð i mörgum liéruðum gerði
ekki ókleíft að halda íþróttastarfseminni uppi með venjuleg-
um hætti.
Kennararnir eru þessir og kenna á eftirtöldum stöðum:
1. Bjarni Bachmann frá Borgarnesi, á Vestfjörðum.
2. Davíð Sigurðsson frá Hvammstanga, í Norður-Þingeyjar-
sýslu.