Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 28
SKINFAXI
76
spjótið). Um 12—13 m lengra markar hann aðra þver-
iinu á atrennustefnuna. Sú þverlína (II) á að vera
þannig sett í afstöðu við fyrstu þverlínuna (I), að eftir
vissan hlaupskrefa fjölda frá henni, stígi sá fótur á
þveriinu I, sem byrjar undirbúningskrefin undir kast-
leguna og byrjað er að fella spjótið til seilstöðunnar.
2—3 metrum aftan við þverlínu II er mörkuð við-
bragðslínan (III).
Kastarinn tekur sér stöðu með tær aftan við við-
bragðslínuna, lyftir hægi-a hné og hleypur af stað og
eftir þrjú stutt, róleg skref lendir hægri fótur við þver-
línu II. Hann Jengir eftir það skrefin og eykur hraðan
i hverju skrefi. Eftir 6 skref (mynd B mælir frekar
jneð 7 skrefum samkv. Grundlagen und Methodik der
Leichtathletik eftir R. J. Hoke og O. Schmith 1937)
stigur hægri fótur á þverhnu I,1) þá taka við undir-
húningsskrefin og liið seinasta þeirra er krossstig hægri
fótar, sem færir kastarann í lengri seilstöðu og hag-
kvæma kastaðstöðu, vinstri fótur nemur í kaststöð-
unni í völlinn í góðri spjótslengd fra kastbrúninni.
Kastarinn kastar með báðar fætur á jörðu. Eftir að
spjótinu hefir verið kastað, nemur liægri fótur við jörðu
fi’am við kastbrún og hindrar fall likamans fram yfir
kastbrúnina. Hafið það ávallt ríkt í huga, að atrennan
1) í eftirfarandi lýsingu verður miðað við 7 skref milli
þverlinanna og vinstri fótur látinn stíga á þverlínu I, og með
þvi hefjist felling spjótsins og undirbúningsskref kaststöðunnar.