Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI l>orsteinn Einarsson: íþróttaþættir III. Spjótkast. Spjótið: Fyrir drengi skal spjótið vega minnst 600 g og lengd þess minnst 2.30 m, en fyrir fullorðna á þyngd þess að vera minnst 800 g og lengdin minnst 2.60 m. Þungamiðja spjótsins sé mest 1.10 m og minnst 0.90 m frá oddi þess. Um þungamiðjuna er 16 sm lang- ur vafningur. Ummál lians má ekki vera yfir 2.5 cm lengra en ummál spjótskaftsins. Æfingaspjót: Spjót úr bambus eru beztu æfingaspjót- in. Þau eru létt og festa þvi síður í þér gallana, vegna á- laka. Fáðu þér liæfilega langan bambus. Rektu upp i fremsta liðinn (þann gildasta) odd úr eik eða öðrum hörðum viði. Utan um liðinn, sem tréoddurinn gengur upp í spennir þú hóllc úr einhverjum málmi. Finndu síðan þungamiðjuna og vefðu um hana með vörpu- gami eða öðru þjálu og hóflega gildu garni 16 cm lang an vafning. Lögleg spjót eru dýr og brothætt. Til þess að æfa þarf ekki liin dýru og löglegu keppnistæki. Not- aðu smásteina og bambus. Kastbrúnin: Lengd atrennunnar er ótakmörkuð, en í keppni má ekki fara fram yfir vissa línu. Sú lína er gerð áberandi á þann hátt að hvitur planki er felldur í völbnn að jafnsléttu. Breidd plankans skal vera 7 cm, en minnsta lengd hans 3.66 m. Fram fyrir plank- ann eða á hann má ekki stiga, þvi að þá er kastið ógilt. Sama ákvæði gildir um framlengingu hans til beggja enda. Grip handarinnar um spjótið: Önnur grip um spjót- ið, en um vafning þess, eru ólögleg. 1. mynd sýnir tvö

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.