Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 39
SKINFAXI 87 Geir Sigurðsson: Fallnir stofnar. Fyrir nokkru létust tveir rosknir menn, sem báðir voru á sínum tima áhrifamenn í ungmennafélagsskap hér i Dala- sýslu, þeir Jóhannes Guðmundsson frá Teigi í Hvammssveit og Guðmundur Gunnarsson frá Tindum á Skarðsströnd. Finnst mér vel þess vert, að Skinfaxi geymi minningu þess- ara ágætu ungmennafélaga. I. Jóhannes á Teigi — en svo var hann jafnan nefndur af sveitung- um sinum — var greindur mað- ur og mjög víðlesinn. Var talið, að enginn notaði betur bóksafn sveitar sinnar en hann. Búhagur var hann talinn, og mun hafa smíðað flesta búshluti sína sjálf- irn. Bú stundaði hann af árvekni og dugnaði, svo sem heilsan frek- ast leyfði. Snyrlimennsku hans í umgengi var og við brugðið. Hann stundaði harnakennslu ofl að vetrinum fyrstu búskaparár sín. Á sumrum var hann stund- >im i ferðum með Helga Jónssyni grasafræðingi. Kom hann á ferðum þessum í flest eða öll héruð landsins og fór einkum víða um óbyggðir. Munu ferðir þessar hafa verið Jó- hannesi til mikillar gleði og þroska. Allir, sem þekktu hann vissu, að aðalhugðarmál hans var að hlú að gróðri jarðar. Það hefir því óefað gefið þessu áhugamáli hans byr i segl- in, að eiga kost á slíkum ferðuin. Og jafnan var hressandi að hitta hann heimkominn úr ferðunum. Kunni hann þá frá mörgu að segja og hvarf að búi sínu sem endurhresst- ur úr heilnæmi fjallaloftsins og af árangri hinnar þögulu þroskaleitar. Á þessum ferðum kom hann sér upp dálitlu jurta- safni, er hann geymdi vandlega, sem helgan grip. Þegar á fyrstu árum gerði Jóhannes skrúðgarð við bæ sinn. Jóhannes Guðmundsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.