Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 17
SKINFAXI 65 ii mikla hneigð til dulsæis, og þess vegna kann hún að meta Einar Jónsson og finnur til skyldleika síns við hann. Jakob Jónsson. Guðmundur Böðvarsson: Kveðja til hlutlauss vinar. i. Þú áttir í hlutleysi athvarfs að leita, er eldraun við dyr þínar beið. Var nolekuð svo auðvelt þér umkomulausum, svo einfalt og sjálfsagt um leið? Þér átti að lærast að fara í felur og finna þér afdrep og hlíf við feiknum þess leiks þar sem fylkingar berjast um framtíð og mannlegt líf. Þií áttir að leita þíns láns með þeim hætti, að leggja ekki í áhættuspil. — Sá sleppur þó máske með höfuð á hálsi, sem hættir ei neinu til. 11. Hver veit hvernig úrslitin verða að lokum? Hver veit hvað í djúpunum býr? Hvort hrósar sá sigri, er húminu fylgir, eða liinn, sem að deginum snýr? Sem dulráður sfinxinn með váglott á vörum í víðlendum auðnar og húms rís andsvaralaus sú hin óráðna gáta í ósæi tíma og rúms. i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.