Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1947, Síða 50

Skinfaxi - 01.04.1947, Síða 50
50 SKINFAXI Stjórn mótsins skipuðu: Torfi Guðbrandsson formaður, Jó- liánn Kristmundsson og Arngrímur Guðbjörnsson. Dómarar voru: Hermann Guðmundsson, Arngrimur Ingi- mundarson og Ólafur Sigvaldason. Störf íþróttanefndar ríkisins 1943—46. Iþróttanefnd ríkisins er skipuð til þriggja ára í senn. Hin önnur í röðinni frá því að íþróttalögin voru sett lauk störfum í lok síðasta árs. Hefur hún gert ítarlega skýrslu um störfin þessi þrjú ár og sent Skinfaxa liana. Verður hér minnzt á nokkur atriði úr skýrslunni, svo ungmennafélagar geti betur fylgzt með störfum hennar, en þau snerta starfsemi ungménna- félaganna mikið. íþróttanefndina skipuðu þetta tímabil, Guðmundur Kr. Guð- mundsson formaður, Daníel Ágústínusson ritari og Kristján L. Gestsson gjaldkeri. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er i- þróttafulltrúi rikisins, Þorsteinn Einarsson. Alls hélt nefndin 39 bókaða fundi. Nefndin liefur fjallað um byggingu 40 sundlauga, 122 íþrótta- valla og 49 íþrótta- og samkomuhúsa. í ýmsum tilfellum liefur þó aðeins verið veitt sérfræðileg aðstoð og samþykktar teikn- ingar. Viðast hefur ])ó um beinar framkvæmdir verið að ræða. Alþingi hefur ])essi þrjú ár veitt íþróttasjóði kr. 2.050.000.00 sem gengið hafa til eftirgreindrar starfsemi: 1. Sundlauga ..........................kr. 1.171.855.00 2. íþróttavellir ....................... — 88.500.00 3. íþrótta- og samkomuhús .............. — 306.900.00 4. Skíðaskálar ......................... — 72.500.00 5. Gufubaðstofur ....................... — 19.200.00 0. íþróttanám .......................... — 30.000.00 7. Til íþróttakennslu IJ.M.F.f., f.S.Í. o. fl. — 296.000.00 8. Sérfræðileg aðstoð og styrkir til áhaldakaupa ......................... — 27.745.00 Samtals kr. 2.078.700.00 Af þessari uppliæð eru kr. 28.700.00 afgangur frá næstu þremur árum áður. Styrkir, sem þá voru veittir, en ekki not- aðir. Það er eftirtektarvert að styrkir íþróttasjóðs 1941—40, kr. 2.008.125.00 hafa fætt af sér framkvæmdir sem kosta alls kr. 0.750.028.01. Er þetta bezti mælikvarðinn á þær ágætu við- tökur, sem sú starfsemi hefur fengið um alll land, sem byggð er á íþróttalögunum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.