Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 1

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 1
Skinfaxi I. 1953 Þáttui* SiftæCelliiftga Á 15. sambandsþingi U.M.F.I., er haidið vav að Eið- um á siðastliðnu sumri, var svohljáðandi tillaga sam- þykkt varðandi Skitifaxa: „Gerð verði tilraun til að anka fjölhreytni ritsins með því að fela héraðssam- böndunum, einu í senn, að sjá um meginefni þess.“ Stjórn U.M.F.l. oy ritstjóri Slcinfaxa töldu rétt að bregða skjótt við og verða við þessum tilmælum þings- ins. Því var á síðastliðnu hausti farið þess á leit við Héraðssambatid Snæfellinga, að það iegði til nokkurt efni í fyrsta hefti þessa árgangs. Forráðamenn sam- bandsins brugðust vel við málaleitan þessari, þóll þeir kveinkuðu sér lítils háúlar við að ríða á vaðið. Þctta hefti hefst því á þætti Snæfellinganna. Fr það von ritstjórans, að önnur héraðssambönd bregðist einnig vel við, er til þeirra verður leitað. Ef vel er á haldið, getur þessi nýbreytni áreiðanlega orðið til þess að tengja ritið fastar við samböndin og hin einstöku félög. Um efnið í þessum þáttum héraðssamband- anna er það að segja, að þar getur að sjálfsögðu kennl margra grasa. En ef byggja má á reynslunni, og um- mælum manna að þessu lútandi, munu hvers konar frásagnir af starfi á sambandssvæðinu áreiðanlega verða bezt þegnar. Þó kemur alls konar annað efni til greina, hvatningarorð og hugvekjur, vísur og kvæði, ferðaþættir og sagnir. Skyldu menn vera þess minn- ugir, er þeir hyggja að efnivið í þessa sambandsþætti, að ungu fólki er í rauninni ekkert óviðkomandi. Og Skinfaxi á að vera til fyrir æskulýðinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.