Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 2

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 2
2 SKINFAXI BJARNI ANDRÉSSDN: RÆKTUN Ætti ég' að velja eitt orð, sem lýsti starfi og stefnu Unif. bezt, væri það orðið ræktun. Ræktun lýðs og lands bef- ur frá uppliafi verið höfuð- inarkmið hreyfingarinnar. Það má um það deila, liversu félögunum hefur tekizt rækt- unarstarfið, en ég fullvrði, að góður hugur og einlægur ásetningur hafi verið og sé víðast fyrir hendi hjá sér- hverjum sönnum ungmennafélaga, sem ann félaginu sinu og félagshugsjóninni. Mannræktarstarfsemi félaganna er merkasti þráð- urinn í þeim vef, sem þau luifa ofið með meira en fjögurra áratuga starfi í þessu landi. Þau hafa náð |)ví marki að teygja greinar sínar víðsvegar um land- ið, en starfa sem ein órjúfandi heild. Félögin eru nú 200 talsins með 12546 félagsmenn. Umf. hafa verið og eru enn sá félagsmálaskóli, að sá, sem með skap- festu og dugnaði rækir námið, hefur orðið og verður hlutgengari liðsmaður í þjóðfélaginu. Margir þjóð- kunnir menn, sem komnir eru lil aldurs og þroska, telja, að starfið í Umf. á málfundum og við önnur fé- lagsstörf, hafi orðið þeim hinn bezti reynslu- og þroska tími. Það hafi kennt þeim að vinna saman, rökhugsa og ræða mál, vanda málfarið og framkomu gagnvart andstæðingi og þola að verða í minnihluta, þegar gengið hefur verið til atkvæða um viðkvæm BJARNI ANDRÉSSDN

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.