Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 7
SKINFAXI / -JJriitján Jjóníion, JJnorraitölturn : Á leið frá Eiðum 1952 Bifreiðin blæs og stynur. Brött er Jökuldalssneiö. Eru nú Eiðar að baki, og allir á burtuleið. Meðan ljósgjafi lífsins ljær mér eitthvert skar, minnist ég alltaf Eiða, og æskulýðsmótsins þar. Þó hélulit slai á hárið, harðni og ergist lund, vekur það guðlega gleði að ganga á æskunnar fund. En Eiðamótið er cndað. — Allt er í hverfleik sótt. — Ljúfustu stundir líða, og leiðasta vökunótt. Hátt upp’ í Jökuldalsheiði hef ég upp saknaðarljóð, og svanir á mýrarsundi syngja dapran óð. En bíllinn brunar sem örskot um bungóttan auðnarsal. Svo keraur siðasta brúnin og sér heim að Möðrudal. Brosa við grænfagrir geirar, og glottir sandfoksrún. — Margs er að minnast að austan af Möðrudalsfjallabrún. Þó horfir nú hugur í vcstur, og harðnar átthagaband, en Möðrudalsfjallgarður felur hið fagra Austurland.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.