Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 10
10 SIvINFAXI námskeið liafa auðvitað borið ríkulegan ávöxt, en eru þó hvergi nærri fullnægjandi. Hjá hverju félági þarf auðvitað að vera æfingastjóri, sem stjórnar æf- ingum og getur leiðheint að einhverju leyti um leið. Tilfinnanlegur skortur er einnig á góðum hókum um algengustu greinar íþróttanna. Þær myndu geta hjálpað þeim, sem ekki hafa lilsögn. Þó hefur hókin „Frjálsar íþróttir” hætt þar mikið úr skák. Einnig má mikið læra af góðum kennslukvikmvndum. Ég mun nú lauslega geta þeirra íþrótta, sem stund- nðar eru í héraðinu. Glíma er lítið iðkuð. Áður fyrr var margt snjallra glímumanna á Snæfellsnesi, nú er hún aðeins iðkuð í einni sveit, svo teljandi sé, en það er í Miklaholts- hreppi. Fimleikar eru stundaðir í samhandi við námskeið- in á vorin. Badminton er stundað af ungmennafélögum í Stykk- ishólmi. Þessi skemmtilega íþrótt barst þangað árið 1947 og hefur verið iðkuð þar af miklu kappi siðan. Félagið hefur sent keppendur á meistaramót íslands i badminton með mjög góðum árangri. Þannig hlaut félagið til dæmis 4 meistarastig af 5 árið 1951. AIls munu 70 manns iðka þessa íþrótt i Stykkisliólmi á vegum „Snæfells“. Knattleikir eru stundaðir töluvert Iijá flestum fé- lögum. Komið hefur fyrir, að einstök félög hafi keppt í knattspyrnu eða handknattleik að suinri til, og í sumar sem leið hélt H.S.II. silt fvrsta liandknattleiks- mót fyrir stúlkur með jjálttöku þriggja ungmenna- félaga. Körfuknattleikur er iðkaður bæði af körlum og konum í Stykkishólmi. Sund er mikið iðkað, J)ar sem aðstæður eru fyrir hendi. Þjóðdansar eru lílið dansaðir. Skauta- og skíðaferðir eru farnar á vetrum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.