Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 11
SIÍINFAXI 11 Frjálsar íþrottir em mikið iðkaðar. í þeim er keppt á liinuni árlegu héraðsmótum sambandsins. Einnig hefur það sérstakt mót fyrir drengi innan 19 ára. Á þessum mótum hafa á síðustu árum komið fram mikl- ir afreksmenn. Þar her fvrst að nefna Ágúst Ásgríms- son, íþróttafélagi Miklaholtshrepps, sem varpað hef- ur kúlunni næstlengst alli-a íslendinga og m. a. keppt fvrir íslands hönd á erlendum vettvangi með góðum árangri. Hann væri eflaust kominn miklu lengra, ef hann hefði ekki þá erfiðu atvinnu að aka áætlunar- hifreið daglega milli Ólafsvíkur og Reýkjavíkur. Bróðir lians, Halldór, er einnig efnilegur íþróttamað- ur. Hefur liann stokkið 6.25 m i langstökki og yfir 13 m í þrístökki. Félagi þeirra, Kristján Jóhannsson, er góður þristökkvari og stökk síðastiðið sumar 13.25 m. Margt er þar einnig yngri manna, sem eflaust eiga eftir að láta lil sín heyra, áður en langt um liður. í U.M.F. „Eldborg“ eru margir duglegir frjálsi- þróttamenn, l. d. Einar Hallsson, sem náði 4:31.2 mín. í 1500 m hlaupi siðastliðið sumar. í Staðarsvéit eru margir ungir íþróttamenn og her þar helzt að nefna Einar Kristjánsson, mjög efnileg- an spjótkastara. í Breiðuvík er efnilegur þrístökkvari, 17 ára gam- all, Kristófer Jónasson að nafni. Stökk Iiann síðast- liðið sumar yfir 13 m. í Ólafsvík eru 2 efnilegir kastarar, 18 ára gamlir, sem m. a. vöktu mikla athygli á drengjameistaramóti Islands í sumar sem leið. Þessir drengir lieita Jónatán Sveinsson og Leifur Halldórson. Jónatan varpar drengjakúlunni yfir 15 m, en Leifur 14.30 m, og drengjakringlunni tæpa 44 m. Gísli Árnason úr Grundarfirði er spretthlaupari á landsmælikvarða. Hann kom mjög á óvart á lands- mótinu síðaslliðið suniar, en þar varð hann 2. í 100 m hlaupinu á 11.2 sek. Hann er einnig mjög góður

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.