Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 26

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 26
26 SKINFAXI AF ERLENDUM VETTVANGI 4 VMcV>~' Níu réttlátir s Egyptalandi íla&a ie9 „Þið segið, að hersveitir ykkar á Súezeiðinu séu þar til þess að sporna við komu Rússa. Við erum algerlega á önd- verðum meiði. Að okkar dómi standa hersveitirnar i vegi fyrir góðum vörnum í þessum löndum. Við höfum megnan ímugust á hersetu Breta á Súezeiðinu, og fari þeir ekki þaðan með góðu, munum við berjast. — Hins vegar munum við reyn- ast trúir bandamenn Vesturríkjanna, þegar við eruni orðnir frjálsir. Samt vilium við engan varnarsamning undirrita. Þið verðið að taka okkur trúanlega. En á brott verða hersveitir ykkar að vera. Það er úrslitaorð." Sá, er mælti þessi orð við mig, var einn þeirra manna, er undirbjó valdatöku hersins í Egyptalandi. Ég átti því láni að fagna að eyða með. þessum mönnuni fjórum dögum í Kairo. Við ræddum — eða öllu heldur deildum — í fullri hreinskilni. Og þar sern það má teljast fremur óvenjulegt, að slíkir menn séu opinskáir við útlendinga, þykir mér ómaksins vert að hripa niður nokkur atriði, sem ég komst að raun um. Þetta er harla ótrúleg saga. Níu ungir menn, sem ekkert þekkja til stjórnmála eða fjárhagsefna, víkja konung- inum frá, senda þingið heim, og taka sér síðan fyrir hendur að frelsa Egyptaland og framkvæma félagslega byltingu. í sjö mánuði hafa l>eir haldið þessu áfram, án nokkurra samtaka eða samkundu nema hinna daglegu funda sjálfra þeirra á aðal- skrifstofu hersins. Og þegar þeir nú ern búnir að hreinsa til á hærri stöðum í her og lögreglu, og hafa auk þess dregið víg- tennurnar úr hættulegustu stjórnmálamönnunum með nokkurra vikna einangrun, eru þessir níu menn, með Naguib sem for- mann og þrjá viðbótar félaga, allsráðandi í landinu. Það eru þeir, sem leggja á ráðin um allar stjórnaraðgerðir, og með hjálp margra ungra liðsforingja líta þeir eftir öllum fram- kvæmdum ráðuneytisins, sem þeir tilnefndu sjálfir, og fylgjast með öllum störfum hverrar einstakrar stjórnardeildar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.