Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1953, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.04.1953, Qupperneq 35
SKINFAXI 35 nýfundna lands. Fjandskapur þeirra kemur meðal ann- ars fram í nöfnum þeim, sem þeir gefa landinu. Þau eru köld og fráhrindandi. Þriðji maðurinn er Garðar. Hann hefur hér algjöra sérstöðu. Hann kennir landið ekki við snæ og is, lield- ur gefur því sitt eigin nafn kallar það Garðarshólm, og hann lofaði mjög landið. Hann er fyrsti maðurinn af norrænu bergi brotinn, sem ann þessu landi, sem vér nú elskum öll. Gjarnan hefði ég viljað, að hann hefði gefið því nafn móður sinnar í stað síns eigin. Þá hefðum vér þekkt nafn hennar, sem nú er gleymt. En hún er nafnlaus í sögunni, eins og fjölmargar mæður, sem þó hafa ef til vill verið frumkvöðlar mestu afrekanna í sögu lands vors og í sögum allra landa. Ungmennafélögin eru stofnuð til að standa vörð um þjóðleg verðmæti. Ég hef hér viljað benda á nafn og minningu manns, sem þarf að varðveita. Hin framsýna móðir Garðars Svavarssonar má heldur ekki gleymast, svo lengi sem virt er ástúðugt samband móður og barna. Kæru ungmennafélagar! Er það vansalaust, að sá, sem sannanlega fyrstur unni Islandi, gaf því nafn sitt og lofaði það mjög, eigi sér engan minnisvarða? Ég vil fá ungmennafélögum í Þingeyjarsýslu þetla verkefni í hendur. Ég vil fá það í hendur öllum þeim, sem unna móður sinni og Islandi. Ég sé í anda mynd- ina af móðurinni framsýnu, sem bendir syninum út á hafið — eklci til morðvíga, heldur að leita ónumins lands. Og sonurinn kannaði land vort og gaf því þann vitnisburð, að það væri vel byggilegt vöskum mönnum. Að nokkrum árum liðnum eru 11 aldir frá því að Garðar byggði hús sitt til vetursetu í víkinni við Skjálfanda. Er ekki kominn tími til, að vér vöknum og vinnum minningu hans handtak eða handtök? 3*

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.