Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 37

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 37
SKINFAXI 37 unaráætlun, sem iniöast við að góðri þjálfun sé náð um miSj- an júní. Hafirðu engan æfingafélaga, þá æfðu þig einsamall. Nokkrir af afreksgörpum síðustu vetrar- og sumar-Ólympíuleika höfðu lengst af æft einir — kennaralausir — en verið trúir áætlun- inni, iþróttinni og sjálfum sér. Sértu i vafa um eitthvað og þú færð ekki upplýsingar um það í „Frjálsum iþróttum“, þá máttu skrifa mér, eða kannske þekkirðu íþróttakennara, og skrifaðu þá honum. 1. tímahil: 15. marz til 1. apríl 2. tímabil: 2. apríl til 15. apríl 3. tímabil: 16. apríl til 15. mai 4. timabil: 16. maí til 17. júni 1. tímabil: Affærasælast er að æfa daglega, en gæta skal þess að þreyta sig ekki. Gæta skal þess að vera hlýtt klæddur. Ilitaðu og mýktu likama þinn með þvi að ganga og skokka til skiptis 50 m, 5 til 6 sinnum (250—300 m), gerðu fimleikaæfingar í 10 mín., — reyndu að fá framstórar hreyfingar — t. d. hlið- beygjur, bolvindur, boibeygjur, bakfettur, armsveiflur, hné- beygjur, fótlyftur og -sveiflur, armréttur í handlegu. Ljúktu æfingunni með þvi að skokka 200 m. Baðaðu þig og þerraðu líkama þinn vel. Á þessu tímabili er leitazt við að afla þols, hraða, styrks og liðleika. 2. tímabil: Nú fyrst skaltu byrja að æfa atriði íþróttar þinnar. Mundu, að liver íþrótt er mynduð af margþættum viðbrögðum. Lið- aðu íþróttina sundur í hin ýmsu viðbrögð. Æfðu þau hvert fyrir sig. Lestu nákvæmlega um íþrótt þina og skoðaðu gaum- gæfilega myndir. Þær eru oft góðir lærimeistarar, en apaðu ekki um of iag einhverra kappa. Nú lengir þú æfingarnar og þyngir viðfangsefnin, en engan hamagang, engar hamfarir. Á þessu timabili skaltu reyna þig við aðrar íþróttir en þá, sem er þér sérstaklega lmgstæð. Hver veit, nema önnur liæfi þér betur? 3. tímabil: í byrjun þessa tímabils áttu að vera búinn að afla þér sæmi- legs þols, styrks og liðleika. Nú riður á að viðhalda því, sem áunnizt hefur. En aðaláherzluna skal leggja á lag (stíl) og aðferð (tækni). Við lok þessa tímabils á undirbúningsstiginu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.