Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 40

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 40
40 SKINFAXl |y#iusíív>r.vifttItikiíbii’ i. f FYRSTU SNJÓUM. Gróðri sóa frostsins fingur, frera og snjóa vefa tjöid. Engin lóa oftar syngur. Auðn um móinn hefur völd. VORVÍSA. Sundrast klaka sveilin blá, senn ber jaka áin. Undir klakans úfnu brá ennþá vaka stráin. SAKNAÐ LIÐINS DAGS. Heiði trega ég horfins dags — húms á vegu stefna sporin — sérhvers þegar sóiariags sé ég fegurð ljóma á vorin. LAUN HEIMSINS. Hlóð þér aldrei heimurinn hróðursskvaldurslofköstinn, slóð þér valdi um svaðveg sinn, sjóðinn faldi auðnu þinn. Á ÞORRA. Þrengist vókin, fannir fjúka, fyrnast rökin góð. Herðir tökin hjarnsins lúka, hímir klökugt stóð. GAMLI GANGNAMAÐURINN Á MÖLINNI. Oft þótt dável út við strönd yndi ég gráum leiðum, átti þrá mín öll sín lönd inni á bláum heiðum. Jonas Tryggvason.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.