Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 42

Skinfaxi - 01.04.1953, Page 42
42 SKINFAXI FRÉTTIR og FÉLAGSIUÁL Norrænt æskulýðsmót verður haldið 3.—11. júlí í íþróttaskólanum í Vierumaki í Finnlandi. Ungmennasamband Finnlands og Finnsk-sænska nnginennasambandið sjá um undirbúning og framkvæmd móts- is. Vierumaki er milli Lahti og Heinola í Finnlandi, ekki mjög langt frá Helsingfors. Dagskrá mótsins er ákveðin í stórum dráttum og er hún hin glæsilegasta, sem á undanförnum norrænum æskulýðsmótum. Skiptast þar á erindaflutningur, umræður, skemmtanir og ferða- lög um ýmsa fornfræga sögustaði Finnlands, sem jafnframt er viðbrugðið fyrir náttúrufegurð. Meðal erinda á mótinu eru þessi: Þróun finnskra mála, æskulýðsstarfsemin i Finnlandi,. æskulýðsfræði, nokkur aðkallandi viðfangsefni ungmennafé- laganna, fjármál ungmennafélaganna, félagsmálaáhrif æsku- lýðsfélaganna. Framsögumenn verða ýmsir kunnir félagsmála- leiðtogar og menningarfrömuðir í Finnlandi. Ungmennafélag íslands hefur átt fulltrúa á þessum norrænu æskulýðsmótum síðan 1948. Þess er að vænta, að ýmsir hafi áhuga fyrir þvi að sækja þetta mót. Tilkynning um þátttöku skal hafa borizt til skrifstofu U.M.F.Í. fyrir 25. apríl næst- komandi. Ungmennasamband Danmerkur 50 ára. Þann 5. janúar siðastliðinn átti Ungmennasamband Dan- merkur 50 ára afmæli. Er 1. hefli af vikublaði sambandsins „Dansk ungdom“ helgað afmælinu. U.M.F.Í. gaf út fylgirit með Skinfaxa 1949, sem heitir: Dönsku ungmennafélögin, söguágrip þeirra og helztu viðfangsefni, eftir Daníel Ágústínusson. Afmælisins verður sérstaklega minnzt á ársmóti danska sam- bandsins að Askov 17.—19. júli í sumar. Hefur það boðið full- trúa frá U.M.F.Í. til að sækja afmælismótið. Skinfaxi flytur dönsku bræðrafélögunum innilegar árnaðaróskir á þessum merku tímamótum og þakkar samstarf það, sem tekizt liefur við þau hin síðustu ár. Formaður sambandsins síðan 1936 er Jens Marinus Jensen. ar aðrar ræður fluttar. Allir ræðumenn fögnuðu þeim sigri, er unninn var við byggingu þessa veglega húss, sem stórbætir aðstöðu til félagslegra starfa í sveitinni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.