Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 43

Skinfaxi - 01.04.1953, Side 43
SKINFAXI 43 Kjartan Júhannesson söngkennari frá Ásum hefur kennt söng í vetur aS tilhlutun U.M.F.Í. hjá Umf í Hvammshreppi og Dyrliólahreppi i Mýrdal. Skrifstofa U.M.F.f. er á Lindargötu 9 A, efstu hœð. Hún er opin 16—19 á mánu- dögum og fimmtudögum. Auk allra venjulegra málefna U.M.F.Í. annast skrifstofan afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa. Hópferð ungmennafélaga til Norðurlanda. Ungmennafélag íslands hefur gert áætlun um ferð til Norð- urlanda í vor. Átti Umf. Reykdæla i Borgarfirði upptökin að þvi, að liafizt var handa um undirbúning þennan. Gert er ráð fyrir, að ferðin taki 23 daga og kostnaður verði um kr. 5000.00. Flogið verður út 9. júni um Hamborg, Kaupmannahöfn til Stavanger. Siðan verður farið til Bergen, Oslóar, Stokkliólms og Kaupmannahafnar, með viðkomu á hinum kunnustu stöðum i Noregi, Sviþjóð og Danmörku. Lagt verður upp með Gullfossi frá Kaupmannahöfn 27. júni með viðkomu í Edenborg. Hér er um glæsilega ferð að ræða, sem farin verður, ef nauðsynleg gjaldeyrisleyfi fást og 25—30 þátttakendur gefi sig fram við skrifstofu U.M.F.Í. fyrir 4. marz. Guðmundur Davíðsson, áður umsjónarmaður á Þingvöllum og gamalkunnur ung- mennafélagi, hefur gefið U.M.F.Í. 15 árganga af hinu lieims- kunna tímariti Bird-Lore, sem gefið er út í New York, með þeim tilmælum að það gengi til bókasafns einhvers ungmenna- félags. Stjórn U.M.F.Í. hefur aflient gjöf þessa Bókasafni Umf. Eyrarbakka. Vill hún færa gefanda þakkir fyrir hugulsemi og vinsemdarvott i garð U.M.F.Í. Fvrirlesari U.M.F.Í. Stjórn U.M.F.Í. hefur ráðið Ingólf Guðmundsson, stúdent frá Laugarvatni, til þess að ferðast í vetur um nokkra mánaða- skeið meðal Umf. og lialda fyrirlestra hjá þeim. Ingólfur er ágætur fyrirlesari, áhugamaður um félagsmál og þvi mikill fengur að lieimsókn lians. Mun liann m. a. ferðast um Borgar- fjörð, A.-Hún., Skagafjörð, Eyjafjörð og S.-Þing.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.