Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 8

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 8
56 SKINFAXI arnir hafa það þó ennþá betra. Þeir fá áhöldin og búningana að auki.“ Báðar tóku þær þátt í Ölympíu- leikjunum í Helsingfors, og báðar fara þær til Italíu í sumar. Pellonen er grindahlaupari. Hann var Finu- landsmeistari Ólympíuárið og hljóp fjögur hundruð metrana á 53,6. Back hleypur einnig, en heldur sér meira við jörðina. Hann er nú 25 ára gamall, hefm æft frá tvítugu og átti eitt jarðarmetið — 400 m á 47,7 — við Ólympíuleikina 1952. Pelloncn starfar sein iþróttakennari, en Back vinnur í verksmiðju. Báðir hal'a þeir íþróttir að nokkru leyti sem atvinnu. -- Timinn líður fljótt í góðum félagsskap og eftir hálf tíma gufubað í baðstofunni færist ró og þreyta yfir mannskapinn. Morguninn eftir hefst leikfimi karla. Hringir og slár eru aðaláhöldin og árangurinn næstum furðulegur. Lemmsieta, einn af beztu fimleikamönnum landsins, sveiflar sér hring eftir hxáng á slánni við áköf fagn- aðarlæti áhorfenda. Notkun hringjanna krefst þjálf- unar og jafnvægis og vii'ðist hvoi’ugt á skorta. Mótið er nú raunar á enda. Að loknum hádegisverði hópast unglingarnir í bílana og aka heim, til að njóla þess, sem eftir er páska. Og öll förum við mcð ánægju- legar minningar frá Vierumáki. Sólin vai'par hvítri birtu á veggi hallarinnar, sem áður dundu af lífsgleði æskufólksins, innlukta háum trjátoppum, með hverf- andi snjóflekki við grunninn. Áholands Folkhögskola, 22. 4. 1954. Frá inigmeunafélögum í Finnlandi „Fram för ungdomen.“ Svohljóðandi fyi’irsögn birtist í einu dagblaðanna hér í vetur. Hún var með feitu letri og náði yfir hálfa síðu. Þessi vígorð ei’u einkennandi fyrir þá haráttu, sem framin er í Finnlandi af æskunni og fyrir æskuna. 1 hverju nýútkomnu dagblaði má

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.