Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 20
68 SKINFAXI buga okktir, lieldur á hún að lijálpa okkur til betri og lieil- brigðari skilnings á lífinu og vandamálum þess. Ég minnist orða séra Siguröar Stefánssonar á Mö'ðruvöil- um, er hann sagði, að hver maður œtti að eiga sér takmark að keppa að i lífi sínu, og sá, sem ekki ætti sér neitt slíkt takmark, væri ekki þess verður að iifa. Þetta eru viturleg orð og okkur er iiollt að iiugleiða þau. Ég minntist áðan á gróðursetningu. Hvernig væri að fara eina gróðursetningarferð til viðbótar? Við þurfum reyndar ekkert að fara, við getum gert þetta hérna og það núna á stundinni. Eigum við ekki að gróðursetja í hjörtum okkar einn sprota, eitt takmark: sprota friðarins. Eigum við ekki öll að gera það að lífstakmarki okkar að efla frið og frelsi í heiminum. Ég lield, að slikt væri mjög æskilegt einmitt í dag, þegar ógnir sundrungar og haturs birtast okkur svo viða. Við þurfum ekki fyrst og fremst að berjast fyrir hinum ytra friði, þótt nauðsynlegt sé,heldur fyrst og fremst fyrir hinum innra friði, það er liann, sem er undirstaðan. Ef allir menn eiga í lijarta sínu einlægan vilja til friðar og samlijálpar, þá mun guð friðar og réttlætis rikja hér á jörð. Allir menn bera frelsisþrá i brjósti, og það er réttlæti, að allir menn séu frjálsir, en það er ekki réttlátt, að menn fái frelsi til þess að fótumtroða livern annan. Eins og við vitum öll, hefur okkar litla þjóð sogast inn i ill- deilur hins kalda striðs. Erlendur her er nú i dag staddur á Islandi okkur til varnar, eins og það er orðað. Alkunna er, að af slíkri hersetu stafa mörg vandamál fyrir svona litla þjóð, menning hennar og jafnvel tilvera hennar sem sjálf- stæðrar þjóðar er í hættu. Unga fólk; ennþá er grasið farið að gróa á túnunum og fuglarnir, þessi „fljúgandi ævintýr" sem verpa í íslenzku móunum, eru enn setztir hér að til sumar- dvalar, og þýður vorblærinn strýkur enn um stráin og gefur fuglunum byr undir vængina. Æskumenn! Finnið þið ekki ilm gróandans, skynjið þið ekki móðurást moldarinnar? Verður ykkur þá ekki Ijóst, að ennþá ber okkur skylda iil þess að sameinast undir kjörorð ungmennafélaganna: fslandi allt.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.