Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 22

Skinfaxi - 01.07.1954, Page 22
70 SKINFAXI Sandgerði, og þar sé ég og hitti að máli Austfirðing og Ey- firðing, sem voru að koina af æfingu, hressir og glaðir. Báðir höfðu þeir verið með i víðavangshlaupi í. R., en sem kunnugt er, unnu piltarnir þrír úr héraðssambandi Eyjafjarðar 3 manna sveitakeppnina. Megi fordæmi þessara ungu manna verða öðrum ungum ís- lendingum til eftirbreytni. „Drauma-mílan“- Þessu nafni hafa lieimsblöðin og íþróttamenn nefnt það takmark að lilaupa eina enska mílu á minna en 4 minútum. Til þess að ná þessu takmarki liafa hlauparar um allan heim leitazt við að bæta hlaupalag (hlaupatækni) sitt og efla likams- færni sína og þol. Á þessu vori tókst enska hlaupagarpinum Bannister að ná þessu takinarki í keppni við ágæta félaga, t. d. Chattaway, sem gat sér frægðarorð á síðustu Ólympíuleikum. Bannister hefur lengi verið i hópi beztu hlaupara heimsins, og orð hefur verið haft á hinu fagra og létta hlaupalagi hans. (Þegar myndasamstæða af hlaupalagi Bannister berst Skin- faxa, mun hún verða birt hér í þáttunum). Með þvi að Bannist- er hefur látið drauminn rætazt, hefur enn sannast að sé vilji fyrir hendi, þá er hægt að yfirstíga hið óvæntasta. í keppninni um „drauma-míluna“ höfum við íslendingar ekki tekið þátt, en við eigum annan hlaupa-„draum“ og hann er sá, að íslenzkum lilaupara takist að hlaupa 5 km. vegar- lengd á skemmri tíma en 15 mín. Við eigum hlaupara, sem nálgast þetta takmark, en það er Eyfirðingurinn Kristján Jó- hannsson. Með síðasta rneti hans á þessari vegarlengd vantar okkur rúmar 7 sek. upp á, að draumurinn rætist. En til þess að svo megi verða, þurfum við meira til en það eitt, að Kristján æfi. Við þurfum að eignast fleiri hlaupara, sem iðka 5 og 10 km hlaup. Við eigum mörg góð hlauparaefni, en þau þurfa að taka hlaupaæfingar sínar alvarlegri og markvissari tökum. Nú er ár, þar til landsmót UMFÍ fer fram á Akureyri. Þá verða 5 km hlaupnir á hinni ágætu hlaupabraut Akureyrar. Allir þeir jiiltar, sem hafa hug til þolhlaupa, ættu nú að miða æf- ingar sínar þegar við þetta hlaup og veita Kristjáni keppni góða, svo að hann eða þeir fái 5 km „drauminn" til þess að rætast. Þetta er djarflegt íþróttalegt verkefni, sem ungum léttleikamönnum ætti að vera hvatning til æfinga og þjálfunar. Er ég hef rætt þetta í liópi ísl. hlaupara, þá hafa þeir liaft orð á því, að við Kristján væri erfitt að fást. Hann væri íþrótta-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.