Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 47

Skinfaxi - 01.07.1954, Síða 47
SKINFAXI 95 Fréttir og félagsmá! Norræna æskulýðsmótið. Eins og frá var skýrt i síðasta hefti Skinfaxa verður háð norrænt æskulýðsmót á LaugarVatni dagana 1.—C. jiilí. Dag- skrá mótsins verður mjög fjölbreytt, erindi, kynnirigarferðir um nágrennið, kveðjur erlendra fulltrúa, söngur og frjáls skemmtiatriði. Sunnudaginn 4. júlí verður samkoma í Þrastar- skógi í sambandi við mótið. Verður þar guðsþjónusta, glímu- sýning o. 11. Nú er vitað, að þátttaka í mótinu verður góð. Um 30 nor- rænir gestir munu koma til landsins til að vera á mótinu. ís- lenzkir þátttakendur munu ekki verða færri. Má því gera ráð fyrir, að á Laugarvatni verði 60—70 manns þessa daga. Ættu Umf. úr nágrannasveitum, — og raunar lengra að, ef þeir eiga þess kost, — ekki að setja sig úr færi að koma til Laugarvatns, meðan mótið stendur yfir og fylgjast með störf- um þess. Dr. Richard Beck og frú komin. 2. júní komu til landsins þau Richard Beck prófessor og kona hans. Hafa þau lijón þegar ferðast allviða, en prófessor- inn hefur flutt kveðjur frá Vestur-íslendingum og ávörp á ýmsum mannamótum. Richard Beck mun flytja erindi á ýms- um mótum Umf. í sumar, svo sem i Þrastarskógi, á Þjórsár- móti og víðar. Nýr doktor í íslenzkum fræðum. 12. júní siðastl. varði Halldór Halldórsson dósent doktors- ritgerð sína íslenzk orðtök. Dr. Halldór Halldórsson er öllum landsmönnum kunnur af útvarpsþáttum sínum um íslenzkt mál. Doktorsritgerðin er nú komin út, og er hún mikið rit, 416 bls. í allstóru broti. Hér er áreiðanlega um að ræða bók, sem mikill fengur er að, ekki aðeins fyrir visindamenn, held- ur fyrir alla þá, sem islenzku máli unna. 830 orðtök eru hér rakin til uppruna og útskýrð. Má fullyrða, að fáar doktors- ritgerðir séu girnitegri til fróðleiks og skemmtilegri fyrir alþýðu manna. En alþýðumenn á íslandi hafa alltaf látið sér títt um islenzkt málfar og ýmsar myndbreytingar málsins.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.