Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 48

Skinfaxi - 01.07.1954, Qupperneq 48
96 SKINFAXI Skrifstofa U. M. F. f. Lindargötu 9 A, efstu hæð, er opin á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 16—19. Auk venjulegra málefna U. M. F. I. annast hún afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa. Munið eftir að greiða Skinfaxa. Gjalddagi Skinfaxa er 1. okt. Þau Umf., sem ekki hafa sent áskriftagjöldin fyrir 1953 eða lengri tíma eru alvarlega á- minnt um að gera skil hið fyrsta. Allur dráttur á greiðslunni veldur útgáfunni miklum erfiðleikum. Kvikmyndir af iandsmótum U. M. F. í. U. M. F. í. á kvikmyndir frá þremur landsmótum, sem lán- aðar verða Umf. til sýningar. Myndir þessar eru frá lands- mótunum á Hvanneyri, .Laugum og Hveragerði. Kvikmyndin frá Eiðamótinu er enn ekki fullgerð. Kostnaður við þessar kvikmyndir er mjög mikill og hefur verið ákveðið að félögin greiði kr. 50.00—150.00 fyrir sýningu á þeim. Umf. sem óska eftir að fá myndir þessar leigðar, ættu að senda um það beiðni til U. M. F. 1. með nokkrum fyrirvara. Bréfaskipti. Ungur Norðmaður óskar eftir bréfaskiptum við ungan ís- lending. Hann er 23 ára, hefur áhuga á félagsstörfum, útilífi og ferðalögum. Hann segist geta stautað sig fram úr íslenzku, en vildi helzt fá bréf á Norðurlandamáli. Hann les einnig ensku, þýzku og lítils háttar frönsku. Heimilisfang hans cr Sersjant Öystein Skarheim, Sambandskompaniet. Brigh, Felt- post 50, Norge. Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags íslands. Pósthólf 406. — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.