Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1955, Page 12
12 SKINFAXI öfgum og ofstæki í milljónatali, svo að nefna mætti bæði blindni og brjálsemi. En alls staðar á það við, sem Klettafjallaskáldið kvað: „Þvi bölvun lands og heims er her, sú höfðatala fægð og steypt, sem venst að láta siga sér.“ Þess vegna er svo áriðandi að hafa einhverjar menntastofnanir, sem gera einstaklingana ál)vrga gagnvart mannfélaginu. Þess vegna vilja Sameinuðu þjóðirnar, að uppeldi frjálsra og hugsandi manna komi í staðinn fyrir uppeldi hermanna. Þessi viðhorf erlendra manna nefni ég hér til að minna á það, að þetta vandamál er eklci staðbundið. Það er mannlegt. Ég tel, að á þessu sviði hafi ungmennafélögin gegnt miklu hlutverki, sem þau eigi enn að rækja. Þau eiga að kenna mönnum að hugsa, nota dómgreind sina og temja þeim góða siði i samlífi og umgengni. Meðul þessa uppeldis geta verið mörg, svo sem um- ræður á málfundum, félagslegar skemmtanir og keppni í leikjum og íþróttum. Allt félagjsstarf, sem unnið er af þegnskap og heilindum er jákvætt og stefnir að þessu marki, því að það kennir að meta félagann og félagana og laka jafnan tillit til þeirra. Slíkt uppeldi skortir nú mannkynið mest.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.