Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Síða 15

Skinfaxi - 01.11.1965, Síða 15
Sundkeppnin fór fram í nýstárlegri sundlaug, sem komið var upp á mótssvæSinu. Sögusýning Þá fór fram söguleg leiksýning í ein- um þætti: „AÐ ÁSHILDARMÝRI" eftir séra Sigurð Einarsson í Holti. Félagar úr umf Hrunamanna léku, leikstjóri var Emil Ásgeirsson í Gröf. Leiksýningin vakti mikla athygli og þótti takast vel. Þetta var mjög sérstæð leiksýning. Leiksviðið var við enda stóra sýningarpallsins, og voru leikmunir flestir „smíðaðir" úr torfi og grjóti. Þá vakti það ekki litla eftirtekt, að leikendur komu allir þeysandi á hestum til leiksviðsins, klæddir fornum bændabúningum. í lok hátíðardagskrárinnar flutti Sigurð- ur Greipsson, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins, ávarp, og var gerður góður rómur að máli hans. Lúðrasveit Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar lék milli dagskráratriða. Hópsýningar Þá fóru fram á stóra leikvanginum hóp- sýningar í fimleikum pilta og stúlkna úr Skarphéðni. Þetta munu vera einhverjar stærstu fimleikasýningar • hér á Iandi, og þótti áhorfendum það sæta furðu hversu heildarsvipur sýninganna var góður. Það þarf góða kennslu og mikinn áhuga og starf þátttakenda úr svo víðlendu héraði til að skapa slíka sýningu. Fyrst sýndu nærri 100 piltar undir stjórn Þóris Þorgeirssonar íþróttakennara en síð- an 80 stúlkur undir stjórn Mínervu Jóns- dóttur. Þau Þórir og Mínerva sömdu æf- 15 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.