Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1965, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.11.1965, Qupperneq 39
Þrastalimdur tekinn til starfa Hinn nýi veitingaskáli UMFÍ, Þrasta- lundur, tók til starfa á s.l. sumri, og rættist þar með gamall draumur ung- msnnafélaga um að endurreisa þennan stað. Eins og kunnugt er stendur Þrastalundur í Þrastaskógi í Grímsnesi, skammt frá Sogsbrúnni, en þarna er eitt fegursta skóg- arsvæði landsins. í síðasta hefti Skinfaxa er gerð, grein fyrir byggingu og stærð Þrastalundar hins nýja. Skálinn var opnaðurí júlímánuði. Hjónin Hafsteinn Þorvaldsson og Ragnhildur Ing- varsdóttir á Selfossi sáu um rekstur skálans, en Hafsteinn liafði einnig haft umsjón með byggingu skálans fyrir hönd stjórnar UMFÍ. Það kom brátt í ljós að almenningur sýndi hinum nýja veitingastað verðugan á- liuga og kaus að eiga þar áfangastað á ferð sinni um Suðurland. Fólk í hinum þéttbýlu byggðum Suðvesturlands gerði sér tíðar ferðir þangað, enda er það mjög hæfilegt dagsferðalag á frídögum. Segja má, að Þrastalundur sé lykillinn að Þrastaskógi, sem um árabil hefur verið í hálfgerðri gleymsku, enda þótt þarna sé einn fegursti og gróskumesti staður sunnan- lands. Þegar fólk kemur í Þrastalund opn- ast því sýn in í skóginn, og það er vilji ungmennafélaganna að almenningur fái að njóta þeirrar ánægju, sem náttúrufegurð Þrastaskógar veitir öllum, sem þangað koma. Þrastaskógur fékk líka margfalt fleiri heim- sóknir í sumar en undanfarin ár, og marg- Snyrldlegur frágangur einkennir Þrastaluná og umhverfi hans. ir lýstu hrifningu yfir þessum friðaða stað. Inni í skóginum er unnið að gerð mynd- arlegs íþróttavallar í fögru og sérkennilegu umhverfi, og verður hann væntanlega full- búinn á næsta ári. Þrastalundur var opinn allr til loka sept- embermánaðar, og var aðsókn að skálanum ágæt, og rekstur hans gekk mjög vel. Gestir voru mjög ánægðir með alla fyrirgreislu á sraðnum, og má því segja, að vel liafi verið af stað farið, enda þótt við margi byrjun- arörðugleika hafi verið að etja. Það horfir því vel um framtíð Þrasta- Iundar og Þrastaskógar. Mikilvægum áfanga í starfsemi samtakanna er náð, og allir ung- mennafélagar verða að standa saman um þessar mikilvægu eignir sínar og styðja og styrkja framkvæmdir á þessum góða fram- tíðarstað. Þrastalundur opnar að nýju að vori, og býður alla góða gesti velkomna. SKINFAXI 39

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.