Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1965, Side 42

Skinfaxi - 01.11.1965, Side 42
ingu íþróttaleikvangs. Hafði námskeið í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Umf Sncefell á íþróttavöll og ræðir um byggingu félagsheimilis. Skemmti- og í- þróttalíf mikið hjá féiaginu. Skemmtiferð farin í Þórsmörk. íþróttanámskeið haldin í handknattleik og frjálsum íþróttum. Umf Víkverji í Reykjavík er í öruggum vexti. Félagatala nú komin í 80. Félagið stóð fyrir glímukennslu allan sl. vetur í samyinnu við UMFÍ. Þátttakendur í glímu- æfingunum voru 52. Félagið sendi úrvals- flokk glímumanna á landsmótið að Laug- arvatni og sýndi hann glímu á kvöldvök- unni 3. júlí. Ennfremur sendi félagið í- þróttamenn í keppnisgreinar mótsins. Þá hyggst félagið skapa aðstöðu fyrir ung- mennafélaga utan af landi sem dveljast tímabundið í Reykjavík, til íþróttaæfinga og annarra félagsstarfa eftir því sem efni standa til. Er þessu komið á framfæri hér vegna þeirra sem vildu notfæra sér þessa aðstöðu. Stjórn umf. Víkverja, frá vinstri: Sigurð- ur Sigurjónsson, Halldór Þorsteinsson, formaður, og Valdimar Óskarsson. Umf Æskan í Miðdalahreppi ræðir um byggingu búningsklefa við Grafar-laug. Framkvæmdir hafa dregizt vegna fjárskorts. Iþróttafélagið Höfrungur, Þingeyri, hafði námskeið í frjálsum íþróttum og knatt- leikjum. Tvær skemmtiferðir farnar á árinu. Umf Stefnir í Súgandafirði hefir fjöl- breytt íþrótta- og skemmtanalíf. Tveir fyr- irlestrar fluttir í félaginu um íþrótta- og félagsmál. íþróttafélagið Grettir, Flateyri, héfir ára- mótadansleik með fjölbreyttri dagskrá. Unnu að því 25 til 30 félagsmenn. Dag- skrárefni annáll ársins. — Dans. Fyrirlest- ur í félaginu um íþróttir og kvikmynd sýnd af afreksmönnum. Félagið tók þátt í fjölda keppna og sá um barnakeppni HVÍ og Norrænu skíðagönguna. Á íþróttasvæði í byggingu. Trjárækt stunduð í félaginu. Umf Onundur hefir fjölbreytt félagslíf. Fjallgöngur iðkaðar, jólatréssamkoma hald- in. Ástand í bindindismálum gott og fund- arsókn góð þá sjaldan fundir eru haldnir. Urrif Vorblóni, Ingjaldssandi, stundar trjárækt í trjáreit félagsins. Skemmtanalíf gott. Félagið á bókasafn, 786 bindi. Fjöldi útlána 470. Tala notenda 29. Umf Mýrarhreþps æfði leikritið Grænu lyftuna og fékk leikstjóra, Ingu Þórðar- dóttur, sem stjórnaði æfingum. Leikritið sýnt 9 sinnum á félagssvæði HVÍ. Dans- leikir oftast á eftir sýningum. Farin skemmtiferð í Vatnsfjörð. Þátttaka í í- þróttanámskeiðum HVÍ. Félagið hafði all- 42 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.