Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1971, Side 5

Skinfaxi - 01.06.1971, Side 5
14. LANDSMÓTIÐ =j''JANI)SMÓT ER AÐ HEFJAST Ungmennafélagar hugsa jafnan með tilhlökkun til næsta landsmóts. Núna, skömmu fyrir sjálft mótið, er eftirvænt- ingin í hámarki, |iar sem ungmennafélag- ar um allt land búa sig undir þátttöku af kappi. Meðal almennings verður líka vart verulegrar eftirvæntingar eins og jafnan endranær. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að landsmót ungmennafélag- anna eru jafnan til fyrirmyndar um góða íþróttakeppni, menningarlega skemmtan og góða útivist fyrir fólk á öllum aldri. Mikið hefur verið vandað til undirbún- ings 14. landsmóts UMFÍ á Sauðárkróki, en sem kunnugt er, sér Ungmennasam- band Skagafjarðar um undirbúning og framkvæmd mótsins. Á staðnum hefur verið unnið mikið og gott starf, sem glöggt má sjá í þeim glæsilegu íþrótta- mannvirkjum og góðu aðstöðu, sem sköp- uð hefur verið á staðnum. Meginhluti Stefán Pedersen form. lands- mótsnefndar. undirbúningsstarfsins liggur þó í þrot- lausri skipulagningu og undirbúningi smárra atriða og stórra, sem auðvitað er nauðsynleg til þess að framvinda allra mótsatriða verði snurðulaus. í allt þetta hefur landsmótsnefnd, og þá sérstaklega formaður hennar, Stefán Pedersen, lagt geysilega vinnu árum saman. Samvinna framkvæmdaaðila við bæjaryfirvöld á Sauðárkróki hefur verið með ágætum. íþróttamannvirki. Sundlaugin á Sauðárkróki er einhver hin vandaðasta á landinu með rúmgóðum áhorfendapöllum. Á grasi gróinni flöt sunnan laugarinnar verður hluti starfs- íþróttakeppninnar háður. Þá tekur við hinn nýi grasvöllur, sem er hinn ágætasti leikvangur, enda hefur árað vel til upp- græðslu hans. Hlaupabrautir verða allar á grasi, 6 100 m. brautir og 4 hringbraut- ir. Landsmótskeppendur hafa alltaf orðið að hlaupa á grasbrautum nema á Akur- eyrarmótinu 1955 og á Laugarvatnsmót- inu 1965, en vonazt er til, að grasbraut- irnar á Sauðárkróki verði með bezta móti Aðhlaupsbrautir langstökks og jrrístökks verða jarðvegs- og malarbrautir og kast- hringir verða steyptir. Fyrir sunnan gras- völlinn er góður malarvöllur, þar sem gert er ráð fyrir að tveir knattspyrnu- SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.