Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 6

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 6
leikir mótsins verði háðir, en úrslitaleik- urinn verður á grasvellinum. Sunnan mal- arvallarins rís nýleg bygging gagnfræða- skólans á Sauðárkróki, og þar mun mót- stjórnin hafa aðsetur sitt. Lega allra þessara mannvirkja er hag- anlega skipulögð, en þar við bætist ein- stætt áhorfendasvæði af náttúrunnar hálfu, sem eru Nafirnar, háir grasigrónir malarkambar, sem liggja meðfram móts- svæðinu endilöngu að vestan. Ur þessum brekkum geta þúsundir mótsgesta fylgzt með öllu, sem fram fer á mótssvæðinu. Vestur af malarvellinum gengur lægð inn í brekkurnar, Grænaklauf. Neðst í henni er risinn stór trépallur fyrir körfuknatt- leik, sýningar, hátíðarsamkomu og Úrslit í 100 m. á Iandsmótinu 1957. Ólafur Unnsteinsson (HSK) sigrar, á undan Herði Lárussyni (USAH) og Hergeiri Kristgeirssyni (HSK). skemmtiatriði. Framkvæmdir við íþrótta- mannvirkin hafa verið á vegum Sauðár- króksbæjar í góðu samráði við landsmóts- nefnd og ungmennafélaga á staðnum. Tjaldbúðir. Tjaldbúðir keppenda verða rétt við *■- aðalsvæðið austan Skagfirðingabrautar á tveim afmörkuðum svæðum, ef þörf krefur. Tjaldbúðir mótsgesta verða hins vegar einkum á tveim svæðum. Annað þeirra, almennar tjaldbúðir, verður á tún- um uppi á Nöfunum, kippkorn vestan svæðisins. Úr þeim tjaldbúðum er stutt niður á mótssvæðið, enda verður hlið inn á svæðið þar rétt hjá. Annað tjaldbúðasvæði verður einnig þar uppfrá allmiklu norðar. Það er eink- um ætlað þeim, sem koma á einkabílum til mótsins — fjölskyldutjaldbúðir. Bíla- stæði eru við tjaldsvæðin í báðum tilfell- um. Lögð er áherzla á góða almenna þjónustu fyrir ferðafólk, því ekki er vafi á að margir, bæði fjölskyldur og eínstakl- ingar, munu leggja leið sína á mótið. Um Öll slík atriði vísast til leikskrár mótsins, sem seld verður á mótinu. Fjölþætt íþróttakeppni. Keppnisgreinar eru að mestu leyti þær sömu og á síðustu landsmótum. Keppt er í 12 frjálsíþróttagreinum karla og 8 kvennagreinum, þar á meðal 400 m. hlaupi kvenna, sem er ný landsmótsgrein. I sundi er keppt í 5 karlagreinum og 5 kvennagreinum, þar á meðal 100 m. baksundi kvenna, sem kemur í stað 50 m. baksunds. í starfsíþróttum koma tvær nýjar kvennagreinar á dagskrá, þ. e. pönnukökubakstur og vélsaumur, en alls er keppt í 12 starfsíþróttagreinum. í 6 S KI N FA X I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.