Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 19

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 19
Utanferð eftír landsmótið Svo sem áður hefur verið skýrt frá í Skinfaxa, hefur verið ákveðin utanferð íþróttafólks ungmennafélaganna að loknu landsmóti. Ákveðið hefur verið að tveir fyrstu í hverri grein frjálsra íþrótta veljist til ferðarinnar, en þann fyrirvara verður j^ó að hafa, að enn er ekki lokið við endanlega samninga um keppnis- greinar, og gæti því tvær eða þrjár af okkar greinum vantað á danska mótið, en hinsvegar er gert ráð fyrir tveim íþrótta- mótum í ferðinni og reynt að ganga svo frá hnútunum að á seinna mótinu verði sömu greinar og á landsmóti okkar, þessi atriði eru ekki endanlega afgreidd í dag en verða það innan skamms. I stuttu máli er ferðaáætlunin þessi: 20. júlí, komið til fundar í Reykjavík. 21. júlí, flogið til Jótlands. 22. júií, dvalið á mótsstað í Holstebro. 23. júlí, dvalið á mótsstað í Idolstebro. 24. júlí, dvalið á mótsstað í Holstebro. 15.000 DEUA6ERE 25. júlí, dvalið á mótsstað í Holstebro. 26. júlí, skoðunarferð um Jótland. 27. júlí, dvalið í Odense. — íþr.keppni kl. 18,30. 28. júlí, heimferð. Áætlaður kostnaður við ferðalagið er kr. 10.000 á hvern þátttakanda og hefur stjórn UMFÍ gert að tillögu sinni að hon- um verði deilt í fjóra staði þannig að UMFI greiði 14, viðkomandi héraðssam- band 14, viðkomandi félag 14, og kepp- endur 14 eða kr. 2.500,— hver aðili. Þá hefur UMFI nú efnt til skyndihapp- drættis vegna utanferðarinnar og rennur allur ágóði af því til að styrkja þessa utanferð, eru ungmennafélagar því ein- dregið hvattir til þess að hafa snör handtök við sölu þessara happdrættis- miða því að tíminn er naumur. Miðamir hafa nú verið sendir til allra héraðssam- banda, en þeir kosta kr. 50.000 og vinn- ingarnir eru þrjár ferðir til Kaupmanna- hafnar ásamt 8 daga dvöl þar. Þá er einnig um það að ræða í sam- bandi við þessa ferð, að ungmennafélag- ar aðrir en keppendur eiga kost á að kaupa farmiða með þessari sömu flugvél annað livort til Kaupmannahafnar eða á tjaldstæði við Holstebro. Verð þessara miða er ótrúlega lágt eða kr. 7.800 fram og til baka. Þeim miðum sem eftir eru fækkar nú óðum, og þurfa þeir sem áhuga hafa á, að hafa samband við Sig. Geirdal í síma 12546 sem allra fyrst. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.