Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 26

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 26
Frá starfi ungmennafélaganna Héraðsþing: UNÞ Héraðsþing Ungmenna- sambands Norður-Þing- daginn 20. júní s.l. á eyinga var haldið sunnu- Kópaskeri. Þingið sóttu f.h. UMFÍ þeir Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdai. Þingið var fjölsótt enda er nú mikil gróska í starfsemi UNÞ. Fé- lagar í sambandinu eru nú tæplega 500. Brynjar Halldórsson formaður UNÞ flutti skýrslu stjórnar og í henni kom m.a. fram að íþróttalega séð er sambandið mjög að styrkjast, enda hefur verið lögð sérstök rækt við kennslu og þjálfun unglinga hjá UNÞ, en það var íþróttakeppni milli Vest- inn af þvi starfi, en hann sést m.a. á því að tugir héraðsmeta voru sett á síðasta starfsári sambandsins. Þá kom fram í skýrslunni skemmtileg- ur og dálítið sérstæður þáttur í starfsemi UNÞ, en það var íþróttakeppni milli Vest- mannaeyinga og Norður-Þingeyinga, sein fór fram í Ásbyrgi 16. júní s.l. Tókst keppnin hið bezta og er nú áformað að UNÞ endurgjaldi Vestmannaeyingum heimsóknina í sumar. íþróttafólk UNÞ tók þátt í Norðurlandsmeistaramótinu á Blönduósi og fleiri keppnum utan hér- aðs og stóð sig jafnan með prýði. Þá var háð knattspyrnukeppni innan héraðs og tóku þátt í henni sex lið. UNÞ tók myndarlegan þátt í land- græðslu ungmennafélaganna á síðasta sumri, og gætu mörg stærri héraðssam- bönd tekið sér UNÞ til fyrirmyndar í þeim efnum. Héraðsmót UNÞ var haldið í Ásbyrgi 18. og 19. júlí og var vel til þess vandað, þannig að það var jafnframt hin mynd- arlegasta sumarhátíð með fjölda vand- aðra skemmtiatriða auk íþróttakeppninn- ar. Alls störfuðu 4 íþróttaþjálfarar á veg- um UNÞ á síðasta ári. í stjórn UNÞ fyrir næsta starfsár voru kjörnir. Formaður: Brynjar Halldórsson Gjaldkeri: Árni Sigurðsson. Ritari: Guðmundur Þórarinsson. Varaform.: Stefán Eggertsson. Framkvæmdastjóri UNÞ í sumar verð- ur Níels Á. Lund og mun hann jafnframt annast íþróttakennslu. Ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga var hald- ið á Húsavík 4.—5. júní 1971. Þingið sóttu 36 fulltrúar frá 10 félögum. Félagar HSÞ eru nú 1025 í 12 félögum. Á vegum HSÞ störfuðu 7 íþróttakenn- arar í lengri eða skemmri tíma. Hald- ið var sumarbúðanámskeið fyrir ungl- inga á aldrinu 12—15 ára, en þessi námskeið eru annars meira sótt af 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.