Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 41

Skinfaxi - 01.06.1971, Page 41
SKÁKÞING UMFÍ 1971 Fjögur lið keppa til úrslita á landsmótinu Forkeppni á þriðja Skákþingi UMFÍ er nú lokið. Til leiks voru skráðar sveitir frá 13 sambandsaðilum, og var þeim skipt í fjóra riðla í forkeppninni. Leikar fóru sem hér segir í hinum ein- stöku riðlum; 1. riðil]; Ungmennasamband Kjalamesþings 7 vinninga Ungmennasamband Borgarfjarðar 31/2 vinning Ungmennasambandið Ulfljótur, lý2 vinning í þessum riðli átti sveit HSH einnig að keppa, en hún kom ekki til leiks. 2. riðill: Ungmennasamband A.-Húnvetninga 6V2 vinning Héraðssambandið Skarphéðinn 3y2 vinning Ungmennasamband V.-Húnavatnss. 2 vinninga 3. riðill: Héraðssamband Vestur-ísfirðinga 6 vinninga Ungmennafélag Bolungarvíkur 31/2 vinning Ungmennasamband N.-Breiðfirðinga 2V2 vinning 4. riðill: Ungmennasamband Eyjafjarðar 2y2 vinning Ungmennasamband Skagafjarðar iy2 vinning í þessum riðli átti sveit Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga einnig að keppa, en hún kom ekki til leiks. Nú verða í fyrsta sinn fjórar sveitir í úrslitakeppni skákþingsins en hafa áður verið þrjár. Kcppl er um hinn veglega verðlaunagrip Skinfaxastyttuna, sem UMFÍ gaf til keppni í tilefni 60 ára af- mælis málgagns síns. Fyrst var ke|)pt urn Skinfaxastyttuna 1969, og sigraði þá sveit HSK, en í fyrra bar sveit UMSK sigur úr býtum. Hin aukna þátttaka í skákkeppninni sýnir, að sveitakeppni í skák er vinsælt viðfangs- efni ungmennafélaga og vel til þess fallin að lífga félagslífið. Á síðasta landsmóti efndi UMFÍ ti] sveitakeppni í skák, og þótti hún gefast svo vel, að ákveðið var að efna til fyrsta skákjrings UMFÍ árið eftir. Skinfaxastyttan er stór, útskorinn riddari, gerður af Jóhanni Björnssyni. SKINFAXI 41

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.