Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 5
Besta gjöfin
I fyrsta tölublaði Skinfaxa árið 1994 er við hæfi að óska
lesendum til hamingju með fimmtíu ára afmæli lýðveldisins.
Þetta ár verður trúlega í hugum margra eftirminnilegt, því
bæði er það afmælisár lýðveldis Islands og landsmótsár.
Saga ungmennafélagshreyfingarinnar og sjálfstæðisbarátta
íslendinga er svo samtvinnuð að erfitt er að tala um lýðveld-
ið án þess að ungmennafélagshreyfingin komi upp í hugann
og öfugt.
Það er góður og gegn siður á Islandi að færa afmælisbarni
hverju sinni gjöf í tilefni tímamóta sem það stendur á. Besta
gjöfin sem landsmenn geta fært lýðveldinu er án efa næg at-
vinna fyrir alla. Því er það mikilvægt að allir taki nú á og
styðji verkefnið „Eflum íslenskt,“ sem hefur verið eitt af
baráttumálum ungmennafélagshreyfingarinnar. Ef við ætlum
að lifa í sátt í þessu landi þurfa allir að vera með - vera
þátttakendur - ekki aðgerðarlausir áhorfendur. Við getum
öll lagt hönd á plóginn með því að velja íslenska vöru frem-
ur en innflutta og skapa með því fleiri störf - leyft fleirum
að taka þátt.
„Ræktun lýðs og lands“ er eitt af markmiðum Ung-
mennafélags íslands. Með því að hvetja fólkið til dáða í
heilbrigðu lífi þar sem íþróttir skipa stóran sess, er lagður
grunnur að „ræktun lýðs.“ Landsmót er stórviðburður í ís-
lensku íþróttalífi og stærsta íþróttamót sem haldið er á ís-
landi. Þetta mót hefur oft verið nefnt íslensku ólympíuleik-
arnir með réttu. A landsmóti gefst fólki kostur á að reyna
sig í drengilegri keppni. Og þó sigurinn sé sætur vegur líka
þungt sú tilfinning „að vera með“ - að vera hluti af þessari
stórkostlegu heild sem landsmótsþátttakendur eru. Ung-
mennafélagar um allt land ættu að setja sér það markmið að
gera þetta 21. landsmót sem haldið verður dagana 14. - 17.
júlí næstkomandi að Laugarvatni sem glæsilegast og heiðra
þannig fimmtíu ára afmæli lýðveldisins.
Grikkir höfðu að máltæki „heilbrigð sál í hraustum lík-
ania“ og þessi aldagamla speki er síung. Æska þessa lands
er fraintíð þess og því skiptir miklu að búa vel að henni og
leyfa henni að vera þátttakandi og mótandi afl.
Landið okkar, Island, er ein af náttúruperlum heimsins og
því ber okkur að umgangast það sem slíkt, perlu ósnortins
lands og hreinnar náttúru. Náttúruvernd er ekki fólgin í því
að mega ekki snerta, heldur einungis horfa. Náttúruvernd
er að umgangast landið með alúð og væntumþykju og hafa
það hugfast að við erum til fyrir landið og það fyrir okkur.
Hagsmunir beggja þurfa að fara saman. Við viljum geta
gengið um gróið land en ekki sinufláka, því er hæfilega nýtt
land besta náttúruverndin.
Vítt og breitt um landið má sjá skógarreiti sem ung-
mennafélagar hafa ræktað upp og eru þeir elstu um aldar-
gamlir. Þessir reitir.eru talandi dæmi um þann hug sem fé-
lagar okkar bera til landsins og á hverju ári er þessu starfi
haldið áfram landinu til góðs. Við sem þetta land byggjunt
verðum að hafa það hugfast að til þess að hér rnegi þrífast
gott mannlíf, þarf að rækta lýð og land.
íslandi allt.
Ólína Sveinsdóttir
Snjólaug keppir erlendis
AUtaf öðru hvoru berast góðar fréttir af íslensku íþróttafólki sem er að keppa á
erlendri grund. A dögunum keppti til dæmis Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, á
svæðismeistaramóti 12 bandarískra háskóla í Gainesville í Flórída. Á mótinu setti
hún persónulegt met í 400 m hlaupi, fór á 58,36 sekúndum og bætti sig um tæp-
lega tvær sekúndur. Hún hljóp 55 m grindahlaup á 8,74 og komst í undanúrslit. í
4x400 m hlaupi fékk hún millitímann 56,6.
A mótinu kepptu einnig skólasystur Snjólaugar, Guðrún Arnardóttir, Árinanni,
og Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK. Sú fyrrnefnda sýndi og sannaði að hún er
meðal átta fljótustu grindahlaupara í bandarískum háskólum, en hún hljóp á 6,77
sekúndum í úrslitahlaupinu. Þá setti hún persónulegt met í þrístökki, stökk 11.99
m. Fríða Rún náði 3. sætinu í 3000 m hlaupi á 9.48,03, en var í 2. sæti í fyrra.
Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE.
Skinfaxi
5