Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 18
Þórir Haraldsson formaður landsmótsnefndar v/21. landsmóts UMFI: Um þrístökk kvenna Eins og fram kemur í grein Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur, íslandsmethafa í þrístökki kvenna í 4. tbl. Skinfaxa 1993, verður ekki keppt í þrístökki kvenna á 21. landsmóti UMFI á Laug- arvatni í júlí næstkomandi, Nýlega var farið að keppa í þrístökki kvenna hér á landi, því samkvæmt því sem haft er eftir formanni FRÍ í Tímanum 15. jan- úar síðastliðinn var það fyrst síðastlið- ið haust sem samþykkt var á þingi FRI að taka þrístökk kvenna inn sem keppnisgrein á öllum mótum FRÍ. Rétt er að benda á að þing FRÍ var haldið á eftir þingi UMFI á Laugarvatni. Reglugerð fyrir landsmót UMFI var endurskoðuð og samþykkt með breyt- ingum á þingi UMFI árið 1991 og var þrístökk kvenna ekki meðal keppnis- greina. Eftir þessari reglugerð hefur landsmótið næsta sumar verið undirbú- ið og hefur sá undirbúningur nú staðið yfir í tvö ár. Landsmótsnefndin sem starfar að undirbúningi mótsins setti sér strax það markmið að leitast við að halda umfangi og stærð mótsins í skefjum og draga fremur úr því en auka það frá því sem verið hefur. Með tilliti til þessa var samþykkt einróma á fundi nefndarinnar hinn 19. október 1993 að nefndin beitti sér gegn öllum tillögum um fjölgun keppnisgreina á mótinu ef slíkar tillögur kæmu fram á þingi UMFÍ 23. - 24. október. Eg, sem formaður nefndarinnar, flutti álit hennar inn á þing UMFI í samráði við þá nefndarmenn sem þar voru staddir og að mínu mati á hlut- lægan hátt. Þannig svaraði ég fyrir- spurnum um afstöðu nefndarinnar varðandi þrístökk kvenna á þann veg að nefndin sæi ekki framkvæmdalega erfiðleika á að taka greinina inn sem keppnisgrein, en nefndin óskaði eftir því að ekki væri bætt við keppnisgrein- um á landsmótið með einungis 9 mán- aða fyrirvara. Tillagan um að bæta inn þrístökki kvenna fékk umfjöllun í nefnd þingsins. Eg sat í þeirri nefnd og taldi eðlilegt að þetta mál fengi um- fjöllun þingsins sjálfs og sat því hjá við afgreiðslu tillögunnar í nefnd, en að- spurður lýsti ég ofangreindri afstöðu landsmótsnefndarinnar. Niðurstaða þingsins varð sú að vísa tillögu þessari til nefndar sem skipa á til að endurskoða keppnisgreinar á landsmótum UMFÍ og var því ekki samþykkt að breyta landsmótsreglu- gerðinni þannig að keppt skyldi í þrístökki kvenna. Þarna var um af- greiðslu þings UMFÍ að ræða, sem er endanleg ákvörðun, þar til önnur á- kvörðun kann að verða tekin. Það er ánægjulegt ef þrístökk kvenna er orðin vinsæl keppnisgrein í frjálsíþróttum og óska ég keppendum góðs gengis í sinni íþróttagrein. Um leið vil ég óska Sigríði Önnu til ham- ingju með nýtt Islandsmet innanhúss. Það er hins vegar svo að mikil ásókn er í að bæta við keppnisgreinum á lands- mót og er ánægjulegt að íþróttamenn hafi áhuga á að komast inn á þetta stóra og skemmtilega mót. Þrístökk kvenna hlaut ekki náð fyrir augum þings UMFÍ að þessu sinni en með á- framhaldandi uppgangi í greininni hlýtur að verða skoðað hvort þessari keppnisgrein verður bætt við fyrir 22. landsmót UMFÍ í Borgarnesi 1997. Þeir voru glaðlegir á svipinn, Ingimundur og ísak Örn Guðmunds- synir (f.v.) og Ólafur Þór Ólafsson, þegar þessi mynd var tekin af þeim þar sem þeir sátu undir greinum jólatrés sem hafði verið komið fyrir við barnaskólann á Laugarvatni um síðustu jól. Að frumkvœði UMFL hafði þetta þriggja metra tré verið tekið upp með rótum úr skóginum fyrir ofan Laugarvatn. Það var síðan gróðursett við skól- ann. Margir lögðu þar hönd á plóginn, foreldrafélagið á staðnum, Skógrœkt ríkisins og kvenfélagið. Lítið grenitré var svo gróðursett í stað þess stóra uppi í skógi. Stóra tréð er sumsé komið til að vera, í stað þess að lenda á ösku- haugunum eftir jólahátíðina. Piltarir geta því vœntanlega tyllt sér aftur undir Ijósum prýddar greinar þess um nœstu jól. 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.