Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 13
Af undirbúningi 21. landsmóts UMFÍ að Laugarvatni: Hestaíþróttir verða meðal sýningargreina - Bláskógaskokk, landgræðsla og barnakórar m.a. undir landsmótshattinum Stöðugt berast nýjar fréttir af undir- búningi 21. landsmóts UMFI sem haldið verður að Laugarvatni 14.-17. júlí í sumar. Að sögn Ólafs Arnar Har- aldssonar framkvæmdastjóra mótsins verður 50 ára lýðveldisafmælinu gerð skil á mótinu, með myndarlegum hætti. Ymsar hugmyndir eru í gangi, en ekki hefur verið gengið endanlega frá mál- umjjegar þetta er skrifað. Akveðið hefur verið að Blá- skógaskokkið verði liður í landsmót- inu. Hlaupin verður hefðbundin leið frá Gjábakka, um Laugardalsvelli að Laugarvatni. Fyrirhugað er að fyrstu hlaupararnir ljúki hlaupinu inni á í- þróttavellinum á aðalleikvanginum, en aðrir hlauparar í nágrenni hans. Er vonast til þess að keppendur geti smellt sér í sund og gufubað að hlaup- inu loknu, þrátt fyrir mikla aðsókn að þeirn stöðum yfir landsmótsdagana, en skógaskokkinu að láta heita vatnið og það er orðinn hefðbundinn endir á Blá- gufuna á Laugarvatni sjá um að ná Hestamennskan verður œ vinsœlli um land allt. Nú hefur verið ákveðið að hestaíþróttir verði sýningargrein á landsmótinu og munu vafalaust margir fagna þeirri ákvörðun. Þessi mynd vartekin af ungum félögum úr hestaíþróttadeild Hrings á Dalvík. hlaupastrengjunum úr skokkurum að spretti loknum. „Við viljum hvetja alla til að vera með í Bláskógaskokkinu,“ segir Ólaf- ur Örn. „Við viljum benda fólki á að tilvalið er að dvelja á Laugarvatni yfir landsmótshelgina. Hægt verður að fara með rútu frá landsmótssvæðinu að rásmarkinu.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær helgarinnar skokkið fer fram, en það verður annað hvort á laugar- dags,- eða sunnudagsmorgun. Minnst hætta er á truflunum af völdurn um- ferðar að morgni til, þannig að sá tími þykir heppilegastur til hlaupsins. Blá- skógaskokkið hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna og er þess vænst að það verði myndarlegur hópur sem mætir til leiks að Laugarvatni í sumar. ‘65-„athvarfið“ ‘65-hópurinn hefur starfað af kappi við undirbúning að undanförnu Þetta er hópur keppenda og fólks sem var í for- ystu á landsmótinu 1965 á Laugar- vatni. I honum eru fulltrúar flestra í- þróttagreina, sem keppt var í, á því minnisstæða móti. Hugmyndin er sú að ‘65-fólkið taki þátt í landsmótinu nú með ýmsum hætti. Það mun til dæmis verða með í skrúðgöngunni, ef að lík- um lætur. Undirbúningshópurinn mun leita til sem flestra, er voru á mótinu ‘65 og fá þá til að mæta aftur á Laugar- vatn í sumar. Rætt er um að auðkenna þetta vaska fólk með einhverjum hætti, til dæmis með merktum húfurn eða bolum, þannig að það setji sinn svip á mótið nú. „Að sjálfsögðu er fyrirhugað að hafa léttan blæ á þessum þætti móts- ins,“ segir Ólafur Örn. „ Rætt hefur verið um boðhlaup. Þarna eru margir ansi sprettharðir, sem gaman væri að sjá taka til fótanna. Gert er ráð fyrir að einhverjir úr Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.