Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 26
ákvarðanir. Skyldu hagsmunatengsl
ráða ferðinni? I þessari starfsgrein er
til mikil menntun og reynsla sem er í
útrýmingarhættu. Svo er einnig í skipa-
smíðaiðnaði en þar er talið að um 500
störf séu í alvarlegri hættu á þessu og
næsta misseri. Menn spyrja sig hvort
ekki hafi komið of seint til þær aðgerð-
ir sem boðaðar eru hjá iðnaðarráðu-
neyti um jöfnunargjöld vegna nýsmíði.
Þá er rétt að nefna ferðaþjónustu og
er þar um mikla hagsmuni að ræða. Nú
á undanförnum vikum hefur átaks-
nefndin átt nokkra fundi með fólki úr
ferðaþjónustu og farið yfir hvernig
hægt sé að efla ferðalög Islendinga
innanlands. Hafið er nú átakið „Sækj-
um landið heim“ á vegum samgöngu-
ráðuneytis, ferðamálaráðs og fleiri að-
ila. I kynningarbæklingi frá undirbún-
ingshópnum kemur meðal annars fram:
„Við þær aðstæður sem nú ríkja í ís-
lensku samfélagi hljótum við að leita
allra leiða til að skapa ný atvinnutæki-
færi. Með því að hvetja til aukinna
ferðalaga um eigið land er verið að
opna möguleika til aukinnar atvinnu
um land allt, því áætlað er að 45 ferða-
menn skapi eitt ársverk. Gert er ráð
fyrir að Islendingar í fríi á Islandi noti
allt að 8 milljarða króna árlega á þeim
ferðalögum. Þessar tekjur skipta miklu
máli fyrir atvinnulífið í landinu, en þær
er hægt að stórauka. ‘ ‘
Þess má geta að hafinn er undirbún-
Ef 10 prósent aukning yrði á sölu innlends
sœlgœtis þá myndu skapast 130 ný störf.
ingur að átaki innan stéttarfélaganna
þar sem meiningin er að kynna og
dreifa efni með hvatningu til að ferðast
innan lands. Undanfarin ár hefur verið
unnið að markaðssetningu Islands er-
lendis, en málinu ekki nægilega mark-
visst sinnt fyrir innanlandsmarkað.
Finnst mörgum að upplýsingar séu
ekki nægilega handhægar fyrir okkur
sjálf. Við höfum bent á ýmsa mögu-
leika til að nýta betur hótelrými að
vetri til dæmis með árshátíðatilboðum
á landsbyggðinni. Mætti þá búa til dag-
skrá að hálfu heimamanna, til dæmis
úr þjóðsögum, íslendingasögum, hafa
kvæðakvöld og stuttar gönguferðir um
næsta nágrenni eða nýta annað það
sem viðkomandi svæði hefur upp á að
bjóða, svo sem bátsferðir eða skíða-
ferðir. Það er ansi öfugsnúið fyrir fyrir-
tæki að auglýsa undir merkjum „Is-
lenskt, já takk“ og bjóða síðan starfs-
mönnum sínum til Dublinar á árshátíð,
þar sem borgarstjórinn er tilbúinn með
móttöku fyrir Islendinga sem halda
orðið uppi heilu þorpunum á Irlandi.
Hvað með okkar eigin þorp og kaup-
staði? Þeir standa okkur nær.
sjóður
r rai
er þinn
sparisjóður
Þrir góöir ávöxtunarkostir
IflílMPRÍÍK * Fyr'r Pásem v^/° góðo ávöxtun en vilja jafnframt
lilUltlruUn gefo gengið að sparifé sínu hvenær sem er.
nnt/PPICnÁl/ ^r,r 5em v^/° binda sparifé sitt til ávöxtunar.
UKiUuIodUK Ávöxtun sparifiár á Öryggisbók veitir alltaf sama
öryggi og verötrygging.
|g.|| r j j i 24 mánaða reikningur fyrír þá sem vilja njóta
* hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum.
Innstæða er undanþegin eignaskatti.
(iajjnkvtcmt traust
Þeir njóta trausts hjá sparisjóðnum sem ávaxla fé sitt á Trompbók,
Öryggisbók eða Bakhjarli. Þeim opnast ýmsar leiðir hjá sparí-
sjóðnum til hagsbóta fyrir sig og sína.
Komrlu i sparisjóðinn
Sparisjóður Mýrasýslu býður ekki einungis sömu þjónustu og sömu
kjör oa aðrar peningastofnanir í landinu, heldur nýtur þú þess að
við þekkjum okkar heimafólk, þarfir þess og aðstæður. Þess vegna
er Sparisjóður Mýrasýslu þinn sparisjóður.
o
SPARÍSJÓÐUR MÝRASÝSLU
■er þinn sparisjóður
26
Skinfaxi