Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 21
tvisvar á EM og fimm sinnum á NM. Hann á fjögur Islandsmet í kúluvarpi, kringlukasti og lóðkasti svo fátt eitt sé nefnt af árangri þessa bráðhressa í- þróttakappa. meðsla. Hann hefur stundað frjálsar í- þróttir frá blautu barnsbeini og áhugi hans er takmarkalaus enn í dag. Hann hefur tvisvar sinnum komist í úrslit á heimsmeistarakeppnum öldunga þar sem hann hefur keppl fjórum sinnum, Ennþá að bíða eftir vorinu Yfirdómari öldungamótsins í Bald- urshaga á dögunum var Kristinn Sigur- jónsson. Hann hóf íþróttaferil sinn í Ungmennafélaginu Olafi Pá í Dala- sýslu. Hann stundaði nám í íþrótta- og stjómað 21 móti á þeim vettvangi. Hann er aðalþjálfari þeirra eldri sem hinna yngra. Að sögn Ólafs taka um 30 manns þátt í öldungamótunum innanhúss að meðaltali og um 70 utanhúss á sumrin. „Það er mjög vaxandi áhugi á öld- ungastarfinu og sérstaklega ánægjuleg er sú staðreynd að konum er að fjölga. Öldungarnir okkar voru mjög framar- lega á mótum erlendis í fyrra,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um ár- angur. „Við höfum eignast Norður- landa-, Evrópu- og heimsmeistara í ýmsum greinum og aldursflokkum. A alþjóðlegan mælikvarða eru íslensku öldungarnir mjög framarlega í öllum flokkum. Þess má geta að íslensku öldung- arnir hlutu 16 verðlaun á Norðurlanda- mótinu í Stokkhólmi í fyrra. Hjá okkur falla metin eitt af öðru og til marks um það má nefna að innanhúss eru sett um 50 íslandsmel á ári hverju. Árangur okkar fólks er mjög góður með tilliti til þess að um 10.000 manns taka þátt í heimsmeistarmótum, 4000 í Evrópu- mótum og 600 í Norðurlandamótum. Við stefnum áfram að þátttöku á al- þjóðlegum vettvangi og frá okkur fara nú 5 Islendingar á EM í Aþenu í Grikklandi í júní í sumar. Sumir öld- ungarnir, upp að 45 ára aldri, eru það góðir íþróttamenn að þeir koma til með að skipa lið sinna sambanda á lands- mótinu á Laugarvatni þar sem aðeins þrír bestu frá hverju sambandi mega keppa í hverri grein. ‘ ‘ Sjálfur keppti Ólafur fram að síðasta ár en þá varð hann að hætta vegna Ólafur Unnsteinsson og Kristinn Sigitrjónsson Valdís Hallgríinsdóttir frá Ungmennafélagi Akureyrar, eins besta íþróttakona landsins í áraraðir að sögn Ólafs, 32 ára. Sigraði glœsilega í 50 metra hlaupi á 6,9 sek, einnig í 50 metra grindaldaupi á 7,8 sek. Hún setti líka glœsilegt Islandsinet í þrístökki 5,19 metra. Með henni er Arný Heiðarsdóttir frá unginennafélaginu Óðni í Vestmannaeyjum. Var ný- búin að setja Islandsmet í langstökki íflokki 35-40 ára, 5,18 metra. skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og hefur verið viðloðandi frjálsar íþrótt- ir síðan. Hann gekk í Ármann þegar hann fluttist til Reykjavíkur og var for- maður frjálsíþróttadeildar félagsins um áratuga skeið þangað til fyrir fáum árum. Hann hefur alla tíð verið viðloð- andi frjálsíþróttamótin og yfirdómari á fjölda þeirra. Þau eru fá sem hann hefur ekki komið nærri á einn eða annan hátt. Þegar Kristinn er spurður um hvernig honum þyki unga fólkið standa sig í frjálsum íþróttum kveðst hann ekki vera nógu ánæður. „Eg hefði viljað sjá meiri árangur - ég er ennþá að bíða eftir vorinu. Það er mikið æft án þess að ár- angur sé umtalsverður. Áður fyrr var aðeins æft tvisvar í viku og mótin voru mjög fá. Nú er æft fimm sinnum í viku og tækifærin til að taka þátt í mótum eru fjölmörg á hverju ári. Því er ólíku saman að jafna. Eg vil sjá meiri árangur miðað við það erfiði sem ungt íþrótta- fólk leggur á sig. Sigurður Greipsson væri ekki ánægður með þetta.” Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.