Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 39
Þeir sem nota Macintosh-tölvur skila meiri árangri, betri vinnu og á skemmri tíma. Þúsundir Macintosh-forrita eru til, ekki aðeins ritvinnsluforrit, töflureiknar og gagnagrunnar, lieldur ýmiss konar forrit fyrir bókhald, menntun og kennslu, útgáfu, umbrot og kynningar, net- tengingar og samskipti, hönnun og almiðlun, skipulag, umsjón, áætlanagerð og fjölmargt fleira. Hver einasta Macintosh-tölva er með innbyggða nettengingu, sem auð- veldar t.d. samnýtingu prentara. Fotrit ganga á milli mismunandi gerða Macintosh- tölva þannig að. ekki er nauðsynlegt að skipta um hugbúnað þótt tölvan sé stækkuð. Kerfishugbúnaður Macintosh-tölvanna er að sjálfsögðu allur á íslensku, svo og algengustu forritin, þannig að ekki þarf lengur að læra torskilið tölvumál til að geta nýtt Macintosh-tölvuna til fullnustu. Apple StyleWriter er bleksprautuprentari með mikla upplausn, 360 x 360 punkta á fertommu, sem er þéttara en algengustu leysiprentarar geta og með TrueType-leturgerðum verða gæðin frábær. Komdu og kynntu þér Macintosh ■ tölvu sem er á sama máli og þú!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.