Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 17
Lárus Kjartansson, Efnilegasti glímumaður ársins 1993: Glíman er tímafrek - ef maður ætlar að ná árangri í henni Þessir þrír geta unað vel við sitt,fv. Lárus Kjartansson, Efnilegasti glímumaðurinn 1993, Jóhannes Sveinbjörnsson, Glímumaður ársins 1993 og Ólafur Sigurðsson sigurvegari Þorramótsins. „Glíman er tímafrek, ef maður ætlar að ná árangri í henni. Það eru svo margir sterkur strákar, sem æfa og keppa, að það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður vill alltaf vinna og keppir upp á það.“ Þetta sagði hinn ungi glímumaður Lárus Kjartansson á Laugarvatni, þeg- ar Skinfaxi sló á þráðinn til hans, skömmu eftir Þorramótið. Lárusi vegn- aði vel á mótinu og fékk hann næstflest stig í sínum flokki. Hann horfir nú til landsmóts UMFÍ að Laugarvatni í sumar, eins og fjöldi íþróttamanna um land allt. Þar mun hann að sjálfsögðu keppa í glímu. Þá stefnir hann á Norð- urlandamótið í glímu, sem verður hald- ið í fyrsta sinn í sumar í Danmörku. Lárus er fimmtán ára og stundar nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann hyggur í menntaskólanám að grunnskólanum loknum. Hann byrjaði að æfa glímu 1987. Faðir hans, Kjartan Lárusson byrjaði að glíma árið áður og bróðir hans, Oðinn Þór, var einnig á kafi í glímunni. Hann er ári yngri en Lárus. Óðinn æfði af kappi, en hefur nú heldur hægt á, að því er bróðir hans segir. Lárus hefur hins vegar æft stíft og á síðasta ári hlaut hann eina af mörgum umbunum erfiðis síns. Þá kaus Glímusamband íslands hann Efnilegasta glímumann ársins 1993. „Það er gaman að keppa en æfing- arnar taka fullmikinn tíma,“ sagði Lár- us. „Varðandi keppnina, þá er það að segja að það væri hægt að gera þessa í- þrótt miklu skemmtilegri fyrir áhorf- endur, tii dæmis í sjónvarpi, en mörgum finnst hún heldur daufleg og ekki nógu spennandi að fylgjast með keppni. Það mæti til dæmis glíma meira upp á hraða eins og gert var á Þorramótinu. ‘ ‘ Minnisstæðasta glíman Aðspurður um minnisstæðustu glímuna, kvaðst hann muna mjög vel eftir einni tiltekinni viðureign. „Þetta var í Bænda^límu Suðurlands fyrir nokkrum árum. Eg var líklega tíu ára og þurfti að glíma við mann sem var allmiklu stærri og þyngri en ég. Hann heitir Orri Bjömsson í KR og var um tvítugt þegar þetta gerðist. Glímunni lauk með jafnglími og ég var mikið ánægður með þann árangur.“ Lárus hefur gert töluvert af því að koma fram á sýningum. Hann hefur margsinnis sýnt glímu í Reykjavík, á Þingvöllum, á Skógum og á M-hátíð- unum, sem haldnar voru um allt land á sínum tíma. „Það er tvennt ólíkt að keppa í þess- ari íþrótt og að sýna hana. Utlendingar hafa sýnt henni mikinn áhuga og eru sýningarnar ekki síst útfærðar fyrir þá.“ Þá hefur Lárus ferðast talsvert til út- landa, meðal annars til að keppa í axl- artökum. Þeirri keppni svipar til keppni í hryggspennu nema hvað í axl- artökunum mega menn vera bognir og beita alls konar brögðum, líkt og í glímu. Þessi íþrótt er stunduð talsvert í Englandi og Skotlandi og þar hefur Lárus keppt í henni. Æfir fleiri greinar Glíman er ekki eina íþróttin sem Lár- us hefur æft. Hann hefur einnig lagt stund á körfubolta, frjálsar íþróttir og blak. í frjálsum hefur hann einkum æft kúluvarp og langstökk. Hann hefur keppt talsvert og stefndi á meistaramót í sínum aldursflokki, þegar þetta var skrifað. „Mér hefur gengið nokkuð vel í frjálsum íþróttum,“ sagði hann. „Ár- angurinn hefur þó verið upp og ofan í keppni, enda hef ég ekki æft neitt yfir vetrartímann. Mér sýnist nokkuð ljóst, að ég muni ekki hafa tíma fyrir allar þessar greinar, þannig að ég verð að velja og hafna. Ég hef ekki gert upp hug minn enn hvað þetta varðar, en ég verð að viðurkenna að ég er dálítið veikur fyrir körfuboltanum. Ég hef einnig verið að dútla svolítið í hestamennsku og á reyndar tvo hesta. Þeir hafa verið hjá afa mínum á vet- urna, en ég hef notað þá á sumrin. Það er svo mikið að gera í skólanum, að ég hef ekki haft tíma í hestamennskuna. Það er erfitt að koma öllum þessum á- hugamálum fyrir á dagskránni, auk námsins.“ Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.