Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 24
Umf. Eyrarbakka endurreist - félagatala tvöfaldaðist á fyrstu vikunum Ungmennafélag Eyrarbakka hefur verið endurreist, en starfsemi þess hafði legið niðri síðastliðin fjögur ár. Félagið var stofnað 1908. Er þetta í þriðja sinn, sem það er endurreist. Það dafnar nú bærilega undir stjórn nokk- urra knárra Eyrbekkinga. Þessi merkisatburður átti sér stað 1. desember síðastliðinn og síðan hefur félögum farið stöðugt fjölgandi. Erlingur Bjarnason núverandi for- maður félagsins var spurður um að- draganda endurreisnarinnar. „Ég hafði verið formaður björgunar- sveitarinnar hér í nokkur ár, en var að hætta og draga mig út úr því starfi. Þá kom elsti sonur minn, Þórir, að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki til í að endurreisa með sér ungmennafé- lagið. Hann hafði haft mikinn áhuga á því, en ekki gert neitt í málinu fyrr en nú. Ég sagðist alveg geta gert það eins og hvað annað. Við tókum okkur nokkurn tíma til umþóttunar og síðan til undirbúnings. Meðgöngutíminn varð 3-4 mánuðir og síðan létum við til skarar skríða. ‘ ‘ Forsvarsmenn endurreisnarinnar leituðu liðsinnis hjá HSK. Fyst var borið út dreifibréf þar sem hugmyndir um hana voru kynntar. Síðan var sent út fundarboð og mættu yfir 70 manns á fundinn. Ný íþróttaaðstaða „Það sem ýtti okkur raunverulega út í þetta var tilkoma nýs félagsheimilis, sem verið er að byggja hér á staðnum. Þetta verður fjölnotahús, því auk fé- lagsheimilisins verður þar íþróttasal- ur,“ sagði Erlingur. „ Hann er nú kom- inn í fulla notkun, en við gengum fyrst inn í hann um miðjan janúar síðastlið- inn. Þar er iðkaður körfubolti, hand- bolti og frjálsar íþróttir. Svolítið hefur verið átt við blak líka. Ahuginn er feiknalegur og miklu meiri en okkur óraði nokkurn tíma fyrir.” Umf. Eyrarbakka hefur dafnað vel og hratt frá því að það var endurreist, eins og áður sagði. Segja má að nýir félagar hafi bæst í hópinn á hverjum degi. Nú eru skráðir félagar um 148, sem þýðir að félagatalan hefur meir en tvöfaldast frá því að félagið var endur- reist. „Við höfum miklu betri forsendur til að halda félaginu í starfi nú en áður,” sagði Erlingur. „Starfsemin snýst að mestu leyti um íþróttir og nú þegar við höfum aðstöðu og áhuginn er svona mikill, þá hlýtur þetta að ganga.“ I stjórn félagsins eiga sæti: Erlingur Bjamason, formaður, Þórir Erlingsson, gjaldkeri og Tómas Rasmus, ritari. 1 í- þróttanefnd, sem í sitja meðstjórnendur eiga sæti: Vilborg Skúladóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Hlöðver Þorsteinsson og Sigurmundur Guðmundsson. Skinfaxi Ertþú áskrifandi? Það getur þú gerst í síma 91-682929 Það mœttu margir á fundinn 1. desember síðastliðinn, þar sem Ungmennafélag Eyrar- bakka var endurreist. 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.