Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 31
Hrafnhildur á batavegi
Sundkonan góðkunna, Hrafnhildur
Hákonardóttir úr UMFA er nú á bata-
vegi eftir að hafa gengist undir kross-
bandaaðgerð fyrir skömmu. Henni
hafði, sem kunnugt er, vegnað mjög
vel þar til að krossböndin fóru að angra
hana. Á síðasta ári gat hún æft, en
gekk ekki sem skyldi í keppnum. „Eg
gat þó keppt í bikar í haust, þar sem
við unnum 2. deildina,“ sagði hún.
Þess má geta að Hrafnhildur var kjörin
Sundmaður UMSK 1991 og 1992 og
Sundmaður UMFA á sama tíma.
í stuttu spjalli við Skinfaxa kvaðst
hún ætla að „synda létt“ fram að að ís-
landsmeistaramóti í enda mars. Hún
sagðist ætla að reyna að taka þátt í því,
en byggist ekki við stórum afrekum.
Síðan væri stefnan sett á landsmótið að
Laugarvatni í sumar. „Þá ætti ég að
vera komin í almennilegt form, ef ekk-
ert kemur upp á,“ sagði hún.
Hrafiihildur á sundmóti í haust.
Umf. Gnúpverja fer nýjar leiðir í félagsmálastarfinu:
Kröftugir málfundir
Talsverð gróska hefur verið í fé-
lagsmálastarfi Umf. Gnúpverja, sem
farið hefur ótroðnar slóðir í þeim efn-
um í vetur. Að sögn Gunnars Þórs
Jónssonar formanns félagsins var í
haust sem leið haldið hefðbundið fé-
lagsmálanámskeið, þar sem fenginn
var leiðbeinandi frá UMFÍ. Námskeið-
inu lauk með kröftugum fundi um
sameiningarmál sveitarfélaga, en
kosningar um það mál stóðu þá fyrir
dyrum. Fundurinn var vel sóttur og
umræður fjörugar. Var meðal annars
fjallað um hann í Rrkisútvarpinu.
í framhaldi af þessu var ákveðið að
félagið gengist fyrir málfundum mán-
aðarlega með þeim sem voru á nám-
skeiðinu og öðrum sem áhuga kynnu
að hafa. Var ákveðið á hverjum fundi
hvaða málefni skyldi rætt á þeim
næsta, einhver úr hópnum fenginn til
- um málefni líðandi stundar
að hafa framsögu og einnig fenginn
gestaliamsögumaður. Á fyrsta mál-
fundinum, sem haldinn var fyrir jól,
var fjallað um kirkjuhátíðir og kaup-
mennsku. Framsögu flutti sóknarprest-
ur héraðsins, sr. Axel Árnason. Fund-
urinn þótti takast mjög vel, enda
margir sem höfðu eitthvað til málanna
að leggja um þetta efni. Næsti fundur
átti að fjalla um jafnréttismál og er
hann líklega afstaðinn þegar þetta
kemur fyrir augu lesenda.
Yngra fólkið virkjað
„Þessir málfundir hafa orðið til
þess að hópurinn hefur heldur stækk-
að,” sagði Gunnar Þór. „Á félags-
málanámskeiðinu voru tíu þátttakend-
ur, en síðan hefur bæst við fólk sem er
ákveðið í að sækja málfundina. Það
sem við erum ekki nógu ánægð með
nú er þátttaka yngra fólks. Okkur
finnst það ekki nógu duglegt að mæta
og vera með, þannig að í haust er fyr-
irhugað að standa fyrir félagsmála-
námskeiði fyrir unglinga á efri stigum
grunnskólans. Það er orðið nauðsyn-
legt fyrir fólk að fá þjálfun í að tala og
tjá sig á fundum. Með þessu móti eru
við að reyna að byggja félagsstarfið
upp. Það er nóg að gera á íþróttaæf-
ingum og í leikstarfsemi, en þeir eru
miklu færri sem nenna að mæta á
l'undi. Það eru nú einu sinni þeir yngri
sem eiga að taka við félaginu þegar
fram líða stundir, þannig að það er
nauðsynlegt að virkja þá til félags-
starfa sem fyrst.”
Skinfaxi
31