Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 30
hægt er að nýta varmann sem myndast við brennslu sorps. Að Svínafelli í Ör- æfasveit er til dæmis rekinn sorp- brennsluofn, sem gefur 40 lítra á mín- útu af 70 gráðu heitu vatni. Er áformað að nota það í sundlaug sem komið verður upp fyrir ferðamenn. Til þess að endurvinnsla úrgangs- efna sé skynsamleg frá sjónarhóli um- hverfisverndar, þarf að skapa markað fyrir vörur úr endurunnu efni. Hann er forsenda þess að lagt sé í þá fyrirhöfn að safna efni til vinnslu. Einnig þarf að sjá til þess að endurvinnslan skapi ekki ný mengunarvandamál. Hér er átt við að framleiðslan sjálf megi ekki leiða til aukinnar mengunar í umhverfi verk- smiðjunnar. Söfnun og langur flutning- ur vöru til endurvinnslu gæti þýtt aukna loftmengun af völdum flutnings- tækjanna sem flytja vöruna. Nýtt dæmi til umhugsunar í því sambandi er söfn- un plasts í Þýskalandi, en almenningur hefur tekið mjög vel undir í því máli. Nú hefur svo gríðarlegt magn safnast upp þar og í nágrannalöndunum að til vandræða horfir með endurvinnslu. Hluti þessa uppsafnaða úrgangsplasts er nú fluttur til Kína, þar sem flokkun og endurvinnsla borgar sig vegna ó- dýrs vinnuafls. Á síðustu misserum hefur talsvert verið fjallað um svokallaða jarðgerð hér á landi. f grundvallaratriðum eru öll lífræn úrgangsefni hæf til jarðgerð- ar, svo sem garðaúrgangur, matarleifar, pappír og pappaumbúðir, úrgangur úr sláturhúsum og fiskvinnsluúrgangur, svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðið sumar voru hafnar tilraunir á Hólmavík með jarðgerð í heimahúsum. Tilraunin felst meðal annars í því að athuga hver gæði væntanlegrar gróðurmoldar verða og hve langan tíma tekur að búa hana til. Ýmist er öllu lífrænu efni blandað saman eða það flokkað eftir jurta- og dýraúrgangi, í einangruðum eða óein- angruðum rotkössum. Sorpa íhugar nú að setja af stað jarðgerð með stærra umfangi en samhliða þarf væntanlega að huga að markaði fyrir þá gróður- mold. Nýir möguleikar Fyrir utan þau dæmi sem hér hafa verið nefnd um endurvinnslu úrgangs- efna á íslandi bætast stöðugt við nýir endurvinnslumöguleikar. Má þar nefna endurvinnslu á filmum. I heild séð eru þó horfur á aukinni endurvinnslu útgangsefna ekki góðar. Innanlandsmarkaðurinn er í flestum til- vikum of lítill, en útflutningur verður æ erfiðari þar sem verð á úrgangsefn- um til endurvinnslu fer sílækkandi. Samt sem áður verður að athuga og nýta eftir atvikum alla möguleika á endurvinnslu sem bjóðast. Rætt hefur verið um að sveitastjórnir bjóði upp á aukna flokkun sorps með fleiri gerðum af sorpílátum. Þetta mál er enn á um- ræðustigi og hvergi áformað að stuðla að aukinni flokkun sorps í heimahús- um, sennilega vegna þess að óljóst er hvað gera skuli við flokkuð úrgangs- efni eftir söfnunina. Endurvinnsla getur verið einn liður í umhverfisvænni meðferð sorps, en vilji menn leysa sorpvandamálið, er engin leið fram hjá aðferðum sem stuðla að minnkun úrgangsefna. Menn verða að gera sér grein fyrir því að endurvinnsla er einungis kafli á hringferli sem kalla mætti hringrás efnisins, frá frum- vinnslu úr jörðu til endanlegs niður- brots í lofti, á láði og legi. Leggja þarf meiri áherslu á upplýsingamiðlun um hringferli efna til að forðast það að ntengunarvandamál séu einungis færð frá einum stað til annars. Raunveruleg efling endurvinnslu er fólgin í því að skapa markað fyrir endurunnar vörur og hugsanlega að lækka neysluskatta á þeim. Einstaklingar geta endurnýtt marga hluti eða stuðlað að lengri end- ingartíma vöru, eins og eftirfarandi úr- dráttur úr leiðbeiningabæklingi frá Kaliforníu sýnir: • viðhald og viðgerð hluta í stað þess að henda þeim. • hlutir séu gefnir til líknarstofnana í stað þess að þeim sé hent. • að keyptar séu margnota vörur í stað einnota. • að keypt sé vönduð vara sem end- ist lengur. • að keyptir séu hlutir með sem minnstar umbúðir. • að stuðlað sé að minni notkun urn- búða með því að kaupa t.d. ávaxta- þykkni eða áfyllingarskammta, svo sem fyrir þvottavélar. Hver og einn getur lengt þennan lista og hugleitt hvernig hægt sé að lengja endingartíma vöru. Umferðar- hraði vöru í hringrás efnisins er orðinn of mikill sem leiðir ekki bara til síauk- innar umhverfismengunar heldur einnig til þess að verðmæt efni ganga fyrr til þurrðar. Við höfum ekki lengur efni á því að sóa verðmætum. Muldar glerflöskur eru notaðar í nýfram- leiðslu á gleri. Pappír má nota til jarðgerðar. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.