Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 7
Hefði ekki viljað missa af neinu þeirra - segir Guðjón Ingimundarson, sem sótt hefur öll landsmótin nema eitt Guðjón Ingimundarson sundkennari á Sauðárkróki hefur sótt öll landsmót UMFI frá upphafi, að mótinu í Hauka- dal 1940 undanskildu. Hann er nú far- inn að búa sig undir að heimsækja landsmótið á Laugarvatni á sumri komanda. Hann vill ekki gera mikið úr keppn- isferli sínum á þessum vettvangi þó að hann hafi lítillega tekið þátt á fyrsta mótinu. Aftur á móti hefur hann í ófá skiptin komið á landsmótin sem þjálf- ari og farið fyrir vöskum hópi íþrótta- fólks úr Ungmennasambandi Skaga- fjarðar þar sem hann gegndi embætti formanns í þrjá áratugi. Afskipti Guð- jóns af íþróttum í sinni heimabyggð voru þó fyrst og fremst fólgin í sund- þjálfun og sundkennslu. I stjórn UMFI sat hann líka í fjölmörg ár. Tíðinda- maður Skinfaxa sótti Guðjón heim einn hryssingslegan veðurdag á þorr- anum og bað hann um að rifja upp nokkur minningarbrot frá landsmótum liðinna ára sem oft voru haldin við bágar aðstæður - og ekki síst hvað sundkeppnina varðaði, þá grein sem Guðjóni er hugleiknust. Synt í köldum læk „Aðstæðurnar á fyrstu mótunum voru oft afleitar. Þess er að minnast að á sínum tíma var haldið nýárssundmót í Skerjafirðinum í Reykjavík. Þetta eru því breyttir tímar. A mörgum þeim stöðum sem mótin voru haldin, eins og til dæmis Hvanneyri og Eiðum, voru engar eiginlegar sundlaugar. Á Hvann- eyri var lækur stíflaður og hlaðið í kring og synt í köldu vatninu og á Eið- um var líka keppt í kaldri laug, þar var vatnið ennþá kaldara þar eð lækurinn kom beint úr snjósköflunum uppi í fjallinu. Á mótinu á Laugum í Þingeyjar- Gitðjón Ingimundarson að heimili sínu á Sauðárkróki. sýslu 1946 var keppt í tjörninni, sem var volg. Mótið, sem haldið var á Þing- völlum 1957 í tilefni af 50 ára afmæli UMFI, var sérstakt fyrir þær sakir að sundkeppnin fór fram í Hveragerði. Þannig var að á þessum árurn sýndu sundfélögin í Reykjavík mikinn áhuga á því að taka þátt í landsmótunum sem gestir. Því miður reyndist ekki unnt að verða við þessum óskum þar eð mótin þóttu nægilega umfangsmikil fyrir, auk þess sem sundaðstaðan var ekki alltaf upp á marga fiska. I sundkeppninni í Hveragerði kom í ljós að við höfðum ekki undir höndum löglegar klukkur til að taka tímann. Því var brugðið á það ráð að leita í smiðju til Sundráðs Reykjavíkur til að fá lán- aðar klukkur. Það reyndist ekki vera eins sjálfsagt eins og við bjuggumst við - því að í ljós kom að menn voru hálfgramir yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt í afmælismótinu. Þetta mál leystist farsællega enda áttum við undir venjulegum kringumstæðum gott sam- starf. Einn virkasti og ötulasti maðurinn í sundmálum Reykvíkinga um árabil var Sk'mfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.