Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 34
Héraðssamband Suður-Þingeyinga: Mikill hugur fyrir landsmótió „Þetta eru allt gamlir refir sent hafa starfað í fyrri landsmótsnefndum, þannig að starfið verður nefndinni nú ntun léttara en ella. Auk þess búum við að mjög ítarlegri skýrslu sem haldin var um undirbúning fyrir síðasta mót,” sagði Hlöðver P. Hiöðversson formað- ur landsmótsnefndar HSÞ. Hlöðver sagði að byrjað hefði verið á því að hvetja hin einstöku ráð innan sambandsins til starfa og gera hvert þeirra ábyrgt fyrir sinni íþróttagrein. Umrædd ráð væru ekkert mjög virk nema á landsmótsári. Þá væru menn að reyna að gera sér grein fyrir untfangi mótsins og kostn- aði við undirbúning og þátttöku. Aætl- að væri að keppendur yrðu á bilinu 150-170. Væri starfsfólk og fararstjór- ar talið með yrði það um 200 manns, sem færu á landsmótið. „Það er verið að athuga ýmsar fjáröflunarleiðir,“ sagði Hlöðver. „Ymis fyrirtæki hafa tekið okkur vel og ntargir lagt okkur gott til í sambandi við mötuneyti. Við höfum rekið mötuneyti í okkar stóra tjaldi og þar hefur skapast góð stemn- ing.“ Indriði Ketilsson, HSÞ, tekur />átt í sauð- jjárdómum á landsmóti UMFÍ að Laugar- vatni 1965. Ætlum okkur góðan hlut „Það er mikill hugur í okkur Þing- eyingum varðandi íþróttirnar, ekki síst starfsíþróttirnar. Við höfurn nú talið okkur eiga þá grein. Við töpuðum að vísu á síðasta landsmóti og gerðunt okkur grein fyrir að það var ekki bara dómurunum að kenna. Nú er mikill hugur í okkur að gera betur. I glímunni ætlum við okkur stóra hluti að vanda. Það er aðeins spurning um hvernig okkur gengur að ná inn í kvennalið, en þar eru nú tveir flokkar. Nóg framboð er af vöskum mönnum í karlaliðið. Við ætlum okkur góðan hlut í borðtennis. Grenvíkingar eru mjög framarlega í þeirri íþrótt. Hitt er alltaf spurning, með frjálsar íþróttir og sund, hvernig menn koma undan vetri. Krakkarnir eru dreifðir um landið, þar sem þau stunda nám. En við vonum að árangurinn verði betri en síðast. Það er kominn mikill hugur í fólk, sérstaklega þá sem upplifðu landsmót- ið að Laugarvatni 1965. Það er rnikill ljómi í augum þeirra sem sóttu það mót og þeir segjast aldrei hafa Iifað aðra eins tíma. Þetta fólk eru orðið mjög spennt að komast aftur á landsmót á Laugarvatni.“ Lífsstíll ‘94: Allt um heilbrigða sál í hraustum líkama Vert er að vekja athygli á ráðstefnu sem haldin verður undir heitinu Lífs- stíll ‘94 dagana 21.-24. apríl næstkom- andi. Þar verður tekið fyrir ýmislegt sem lýtur að hollustu, heilbrigði, íþrólt- um, heilsurækt og tómstundum. Sam- hliða ráðstefnunni verður haldin sýn- ing, þar sem sýnt verður ýmislegt sem snýr að heilbrigðri sál í hraustum og vel útlítandi líkama. Henni er ætlað að hafa að leiðarljósi það sem lýtur að heilbrigðum lífsstíl íjölskyldunnar og virðingu mannsins fyrir náttúrunni. Þess má geta að Lífsstfll ‘94 verður reyklaus. Stuðningsaðilar Lífsstíls ‘94 eru Lífsstíll ‘94 verður í íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi. meðal annarra Ungmennafélag íslands, Iþróttasamband íslands, Ólympíunefnd íslands, Tóbaksvernarnefnd og Iþróttir fyrir alla. A ráðstefnunni verða flutl all- mörg erindi. Þar má nefna, að fjallað verður um efnið: Hvað er UMFÍ? Hvert er ntarkmið hreyfingarinnar? Er starf hennar í takt við tímann? Er breytinga þörf? Ólafur Ólafsson landlæknir ntun ræða um íþróttir og lyfjanotkun. Þá mæta tveir þýskir sérfræðingar, sem munu fjalla annars vegar um íþrótta- meiðsl og hins vegar um þjálfun þjáll'- ara. Verndari Lífsstíls ‘94 er frú Vigdís Finnbogadóttir lörseti Islands. 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.