Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 11
Nú taka allir saman höndum og styðja... Reyklausar íþróttir í gegnum tíðina hefur mátt sjá þess merki, að reykingar unglinga tengist tilteknum tískubylgjum. Þegar íþróttat- ískan var sem mest ráðandi í kringum 1990, reyktu rnjög fáir unglingar. Nú má aftur á móti sjá tengsl milli reyk- inga og hippatískunnar, þannig að reykingar unglinga virðast vera í aukn- ingu, þótt það hafi enn ekki verið sýnt með tölum. Svo virðist sem ungling- arnir taki þá tísku, sem ráðandi er hverju sinni, alla upp í stað þess að skilja á milli. Með öðrum orðum, í þessu tilviki tileinka þeir sér allan „pakkann“ í stað þess að taka upp fatastílinn, en sleppa reykingunum. En þótt reykingar fylgi tískubylgjum hverju sinni, þá er það staðreynd að aukin fræðsla og áróður vega þungt í baráttunni gegn hvers konar tóbaks- notkun. Þá er iðkun íþrótta mikilvægur þáttur í baráttunni gegn henni. Það er vitað, að þeir sem stunda íþróttir reykja minna en þeir sem stunda ekki íþróttir. Þetta er í rökréttu framhaldi af þeirri skaðsemi sem reykingar valda. Sá sem reykir dregur úr hæfileikum sínum, lík- amlegum sem andlegum, til að ná góð- um árangri í íþróttum. Með öðrum orð- um, einstaklingur sem stundar íþróttir og reykir, næði mun betri árangri ef hann reykti ekki. Sjónir manna hafa nú í æ ríkari mæli beinst að íþróttahreyfingunni og öllum þeim fjölda fólks sem starfar á einn eða annan hátl innan vébanda hennar. Greinarhöfundar vinna báðir að forvörnum gegn reykingum. Hall- dóra er formaður tóbaksvarnarnefndar og Hilmar starfar í forvarnarnefnd gegn reykingum, sem skipuð er af heil- brigðisráðuneyti. Akveðið hefur verið að gera mikið átak gegn reykingum í samvinnu við I- þróttasamband Islands, forsvarsmenn íþróttamannvirkja, sérsambönd, ung- mennafélög, íþróltabandalög og í- þróttafélög. Markmiðið er aðeins eitt: Reyklausar íþróttir. Verður allt kapp lagt á að svo megi verða í góðri sam- vinnu við ofangreinda aðila. í þessu sambandi mætti hugsa sér að ákveðnir íþróttaviðburðir yrði tileinkaður því að samvinna hefði tekist við viðkomandi samband eða félag um reyklausar í- þróttir. Til dæmis mætti hugsa sér að Reykjavíkurmótið í handbolta yrði reyklaust. Sama máli gegnir um lands- mót UMFÍ, sem haldið verður að Laugarvatni í sumar. Þar er um að ræða umfangsmikla íþrótta- og fjöl- skylduhátíð, seni tilvalið væri að halda reyklausa. Forgangshópur Það væri sannarlega mikil bjartsýni að halda, að þeir sem starfa innan í- þróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti, og reykja, hætti því allir sem einn. Hins vegar mætti gera þá kröfu til hennar að hún gerði þá sent ekki reykja að forgangshóp. Það mætti hugsa sér að íþróttamiðstöðvar væru undantekningarlaust gerðar reyklausar. Eins og málum er háttað nú, er réttur þeirra sem ekki reykja borinn fyrir borð í sumum íþrótta- mannvirkjum, að minnsta kosti. Þar gildir réttur hinna, sem reykja, meðan reykingar eru látnar óátaldar. Þeir lelja sig hafa rétt til að menga andrúmsloft- ið fyrir hinum reyklausu. Væru íþrótta- miðstöðvarnar reyklausar gætu þeir, sem ekki reykja farið ferða sinna án þess að eiga það á hættu að lenda inni í miðju reykjakófi, eins og gerist til dæmis í Laugardalshöllinni, ætli menn að kaupa sér drykk í hálfleik. Það er skýlaus réttur hvers einstaklings að fá að vera í reyklau.su umhverfi ef hann kýs það. Rétt er að benda á að gildandi tóbaksvarnarlög kveða á um, að alls staðar þar sem almenningi er ætlaður aðgangur til þjónustu, skuli vera reyk- laust loft. Þá má benda á að í nýjum tóbaksvarnarlögum, sem verið er að vinna að þessar vikurnar, er kveðið með eindregnum hætti á um rétt þeirra sem ekki reykja. Við setjum samasem- merki milli íþrótta, hollustu og rétt lífs- stíls. Krafan hlýtur því að vera sú, að Iðkun íþrótta er mikilvægur þáttur í baráttunni gegn hvers konar tóbaksnotkun. Skinfaxi II

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.