Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 32
Björn Armann Ólafsson IFH Egilsstööum: Á íþróttaslóðum ytra - sagt frá ferðalagi nokkurra ungmennafélaga til Hollands Fyrir skömmu héldu 22 ungmenna- félagar víðsvegar af landinu í kynnis- ferð til Hollands og Þýskalands. Hald- ið var frá Reykjavík til Keflavíkurflug- vallarkl. 05:30. Er komið var á Keflavíkurflugvöll stóð til að hver og einn bókaði sig til Hinn mikilfenglegi Philips-leikvöllur. brottfarar, en þá kom í ljós að farmið- arnir höfðu gleymst í Reykjavík, nema miðar Austfirðinganna sem höfðu fengið sína afhenta í Reykjavík. En eins og ungmennafélaga er von og vísa, þá var málið leyst, Helgi Gunn- arsson kom akandi á öðru hundraðinu með miðana í Leifsstöð og allir komust með. Flogið var frá Keflavík til Lux- emborgar og þaðan ekið í rútu um hálönd norður Belgíu til Sittard í Hollandi. Tekið var á móti okkur í „Nationaal sportcentrum Sittard. ‘ ‘ Þar gistum við meðan á dvölinni stóð á fyrsta flokks íþróttahóteli. Sittard er lítil borg í suð-austur Hollandi. Þaðan er stutt til Þýskalands, Belgíu, Luxemborgar og Frakklands. Sittard bær er friðsæll og gott að spóka sig um miðbæinn á kvöldin og fá sér eina bjórkollu á einhverri kránni, og syngja eitt eða tvö ættjarðarlög. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu var okkur sýnd íþróttamið- stöðin á staðnum. Hún byggist upp á alhliða aðstöðu til íþróttaiðkunnar og náms í íþróttafræðum. Þarna er íþrótta- skóli sem samanstendur af kennsluað- stöðu og heimavistum fyrir nemendur. Þá er íþróttahótel með aðstöðu til ráð- stefnuhalds, sánaböðum og tækjasal til líkamsræktar. Sundlaugar eru fimm, fjórar útilaugar og ein innilaug, úti er ein 50 m keppnislaug og tvær minni æfingalaugar sem einnig eru notaðar til æfinga í kajakkaróðri, ásamt dýfinga- laug. Þá er íþróltahús með fullkomnum handboltavelli og áhorfendastæðum. Einnig er fótboltaleikvangur flóðlýstur, sérstakur leikvangur fyrir frjálsar í- þróttir og leikvangur fyrir krikket og tennis. Loks er fjöldinn allur af minni völlum á svæðinu til ýmissa æfinga. Á rennur í gegnum svæðið sem notuð er til sportveiði. íþróttamiðstöð þessi er opinn fyrir allskonar hópa, íþróttahópa í öllum í- þróttagreinum, trimmhópa, vinnustaða- hópa, einstaklinga o.fl. Þarna geta komið íþróttahópar með eigin þjálfara og fengið aðstoðarþjálfara á svæðinu. Einnig geta komið hópar frá fyrirtækj- um eða félagasamtökum og fengið þjálfara á svæðinu og alla þá aðstoð sem þarf við hvers manns hæfi. Á hverju ári koma um það bil 500.000 manns til náms eða æfinga í þessa í- þróttamiðstöð. Næst lá leiðin til Kölnar í Þýska- landi. Byrjað var að líta á miðbæinn og skoða hina frægu Kölnardómkirkju, stærstu gotnesku kirkju í N-Evrópu með tveimur 152m háum turnum, sem undirritaður ásamt nokkrum öðrum fór upp í. Þess má geta að kirkjan var 635 ár í byggingu. Á stórleik Eftir hádegi var hlýtt á fyrirlestur í íþróttaháskólanum í Köln. Að honum afloknum var haldið á íþróttaleikvang- inn sem er rétt við skólann, á fótbolta- leik milli FC Köln og Bor. Mönchengladbach. Um 50.000 manns voru á vellinum eða uppselt. Innkoman á slíkan leik mun vera 80 - 90 milljónir króna. Það var mjög gaman að vera viðstaddur þennan leik og upplifa stemminguna, þó fljótlega drægi úr, því heimamenn töpuðu 0 - 4. Næstur á dagskránni var fyrirlestur á íþróttahótelinu í Sittard um hollensku íþróttahreyfinguna. í Hollandi stunda um 7,5 milljónir manna íþróttir, þar af eru um 4 milljónir í íþróttafélögum. Yfirstjórn íþróttamála stendur saman af tveimur stjórnum. Iþróttasambandi Hollands (NSF) og Ólympíunefnd Hollands (NOC). Innan íþróttasam- 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.