Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 6
Þórir Jónsson formaður UMFÍ: Þrjú verkefni UMFÍ á afmælisári lýðveldisins Á 38. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var að Laugarvatni dagana 23. og 24. október síðastliðinn var sam- þykkt tillaga, þar sem hvatt var til þess að stjórn UMFI fyndi verðugt verkefni til þess að vinna að á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. í samþykkt sinni vakti þingið athygli á því mikilvæga hlutverki sem UMFÍ gegndi í sjálfstæðisbaráttunni í byrj- un aldarinnar. Lagði þingið til að stjórnin skipaði nefnd í málið. I framhaldi af þessu var ákveðið að fara þá leið að fela framkvæmda- stjóra og framkvæmdastjórn UMFÍ, að vinna að undirbúningi þess. Nú hefur stjórn UMFÍ tekið ákvörðun uni þrjú verk- efni, sem unnin verða á vegum UMFI í tilefni afmælis lýðveldisins og á afmælisári. Hið fyrsta er málræktará- tak, sem UMFI mun vinna í samstarfi við rás 2. Var unn- ið að mótun á framkvæmd verkefnisins þegar Skinfaxi fór í prentun, þannig að ekki reynist unnt að gera henni nákvæm skil fyrr en í næsta tölublaði. Megintilgangur á- taksins verður að sjálfsögðu að rækta íslenska tungu. Annað verkefni UMFI á afmælisári lýðveldisins er Lýðveldishlaup 1994. Nú þegar er Ijóst að ýmsir aðilar hafa hug á að komast í samstarf við UMFÍ vegna þessa verkefnis. Rætt hefur verið við nokkra þeirra, en engar á- kvarðanir teknar þegar þetta er skrifað. Tilgangurinn með Lýðveldishlaupi 1994 er að minn- ast stofnunar íslenska lýðveldisins, efla holla hreyfingu á meðal ungmennafélaga og alls almennings. Ekki verða sett nein tímamörk, en þátttakendur verða að leggja að baki ákveðna vegalengd, sem þeir munu hlaupa, skokka eða ganga eftir því sem hver og einn kýs. Þá verða þeir, sem hyggjast taka þátt, að hlaupa í formlegu hlaupi á vegum einhvers af ungmennafélögunum og munu þeir fá þátttökumerki að hlaupi loknu. Hver og einn getur hlaupið oftar en einu sinni og safnað slíkum merkjum. Þá er hugmynd að veita viðurkenningar, annars vegar því félagi sem fær flesta til að taka þátt og hins vegar því félagi sem fær flesta til að taka þátt miðað við fjölda félagsmanna. Með þessu er hagur minni félaganna einnig hafður í heiðri. Gert er ráð fyrir að Lýðveldishlaup UMFÍ 1994 standi yfir frá apríl og fram í október. Loks hefur stjórn UMFÍ ákveðið að frarn fari ritgerða- samkeppni meðal nema í grunnskólum á komandi hausti. Ritgerðirnar skulu fjalla um efnið: Eflum íslenskt, hvers vegna eigum við að kaupa íslenskar vörur, hvernig getum við unnið gegn at- vinnuleysi og hvaða áhrif hefur at- vinnuleysi á fólk? Skilafrestur er til 15. október næstkomandi, en keppnin verður kynnt nánar þegar nær dregur hausti. Vegleg verðlaun verða í boði og allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal. Nánar verður greint frá verkefn- um UMFI á afmælisári lýðveldis- ins í næsta blaði. SKILAR ÞU UMBÚÐUNUM A fíFTTAN mi)1 Umbúðir á eftirfarandi iista eru í umsjá Cndurvinnslunnar hf.: Áldósir 33 cl og 50 cl íinnota plastdósir 33 cl Cinnota plastflöskur 50 cl - 2 lítra tinnota glerflöskur fyrir öl og gosdrykki Bjórflöskur Áfengisflöskur Á allar ofangreindar umbuðir er lagt 6 kr. skilagjald sem er endurgreitt við móttöku í Cndurvinnslunni hf. eða hjá umboðsaðUum um allt land. [NOURIINNSLAN Hf Nýtt úr noluðu! 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.