Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 23
félagsskap og mikla gleði út úr þessu og þess vegna halda þau áfram. Þetta skilar sér svo aftur í árangri.“ Frjálsíþróttafólkinu í UMSB hefur gengið mjög vel að undanförnu. I sum- ar unnu þau bikarkeppni 16 ára og yngri og söfnuðu að sér verðlaunum á meistaramótunum 18 ára og yngri. „Við byggjum frjálsíþróttirnar ekki upp eins og einstaklingsíþróttir heldur eins og boltagrein. Við byggjum á heildinni, og þetta er fyrst og fremst lið. Það er einmitt þetta sem heldur krökkunum saman. Þau æfa langhlaup, stökk og spretthlaup saman, en eru ekki ein eins og gerist og gengur hjá mörgum félögum. Á þennan hátt verð- ur þetta miklu skemmtilegra.“ íris sagði að mikill landsmótshugur væri í Borgfirðingum. „Það snýst allt um að „toppa“ þá. í rauninni snýst öll þjálfun um landsmót. Þar stefna þau á að ná lágmörkum á Norðurlandamót og önnur slík. Það eru nokkuð mörg komin í þann flokk að geta keppt á Norðurlandamóti unglinga á næsta ári“. VÍSNAÞÁTTUR Enn á vísnaþáttur Skinfaxa hauka í horni þó margir þeirra komi því ekki í verk að senda botna. Þeir urðu þó fleiri að þessu sinni en stundum áður. Karl Gunnlaugsson kemur með rétt- rnæta ábendingu til umsjónarmanns: Úti veður ólmast grátt ég inni sit og Ijóða. Viljirþú betri vísnaþátt þá vandaðu stefið góða. Jón Stefánsson á Dalvík hefur hug- ann við þjóðmálin: Úti veður ólmast grátt ég inni sit og Ijóða. Það er bágt ef þjóðarsátt þokastfyrir róða. Freygarður Þorsteinsson er skáld- legur og dálítið háfleygur: Út veður ólmast grátt ég inni sit og Ijóða. Orð í huga dansa dátt drápu kveð ég góða. Ég þakka fyrir góða botna og vænti þess að þessir heiðursmenn og margir fleiri haldi tryggð við þáttinn. Hugur margra stefnir á 21. landsmót UMFÍ að Laugarvatni í sumar. Með það í huga er næsti fyrripartur settur saman. Þar munu hvatningarópin gjalla, en einhverjir munu setjast niður og stilla saman strengi með hljóðfæraleik og söng. Að Laugan’atni létt og hress við látum sönginn óma. Með kveðju, Ingimundur. SERSMIÐAÐIR SKOR VARMAHLÍFAR ÍÞRÓTTASKÓR HÁLSKRAGAR HLAUPASKÓR BARNASKOR INNISKÓR BAKBELTI INNLEGG SPELKUR Sendum í póstkröfu um allt land SKOSTOFAIM HVERFISGÖTU 105 • SÍMI: l(LM verðlaunagripir, er ört vaxandi þjónustufyrirtæki með glæsilega en ódýra verðlaunagripi fyrir íþróttafélög og félagasamtök. • Litprentaður bæklingur • Yfir 650 titlar á skrá • Ágröftur 15-20 kr. pr. staf • íþróttagreinamerki fyrir allar greinar íþrótta. Við sendum hvert á land sem er og erum ekkert mikið lengra frá þér en telefaxið eða vegna er hægt að panta verðlaunin heima í stofu. L M VERÐLAUNAGRIPIR Siglufir&i, sími 96-71 866 (virka daga kl. 9-l 8) hs: 96-7 ll 33 FAX 96-71399 Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.