Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1994, Blaðsíða 10
sigurmöguleikar eru ekki alltaf fyrir hendi. Því verður fólk að taka ósigri jafnt sem sigri í keppni, það þýðir ekki annað. Fólk þarf líka að læra að sýna hvert öðru tillitssemi í íþróttum ekki síður en daglegu lífi. Eg er hræddur um að það sé rétt, sem ég hef sums staðar séð, að of mikið álag sé á viss- um aldursflokkum, einkum yngri krökkum. Það getur verið varasamt að espa upp keppnisandann nteð allt of miklu offorsi. Börnin þurfa að hafa á tilfinningunni að þetta er leikur - það er því ekkert stórkostlegt atriði að fara með sigur af hólmi.“ Hef aldrei safnað spiki - Þú hreyfir þig mikið. „Ég er tiltölulega léttur á fæti og hef aldrei safnað spiki. Ég syndi á hverjum degi nokkur hundruð metra til þess að halda mér í góðri þjálfun.“ - Þú hefur ekki þurft að láta þér leið- ast eftir að þú hættir að vinna? Forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage sœmir Gitðjón heiðursmerki ISI1960. „Nei, síður en svo. Þegar ég hætti setti ég aukinn kraft í bókasöfnun mína. Ég hef gjarnan safnað bókum, ó- innbundnum, og hef síðan bundið þær inn sjálfur en þá iðju hef ég stundað áratugum saman. Því hef ég nóg fyrir stafni við að binda inn bæði bækur og tímarit. Ég á meðal annars Skinfaxa innbundinn síðan 1925. Þess ber svo að geta að við hjónin höfunt garnan af því að ferðast og reynunt að bregða okkur út fyrir landsteinana þegar svo ber undir.“ - Og þú ætlar á landsmótið í surnar „Það er engin spurning - en aðeins sern áhorfandi.“ Frá 50 ára afmœlishátíð UMSS 1960. Guðjón í rceðustól. Æfir í gömlum námagöngum Gunnar Guðmundsson, sent búsettur er í Noregi og hefur keppt undir merkjum Umf. Fjölnis hér heima, æfir nú af kappi með félaginu sínu ,Norna Salhus, ytra. Hann hefur tekið þátt í einu móti, norska meistaramótinu innan- húss (NM) í haust. Þar keppti hann í tveim greinum, þrí- stökki og langstökki og gekk vel. I þrístökkinu náði hann 13.60 og hafnaði í 2. sæti. Gunnar æfir nú af krafti í nýstárlegri æfingaaðstöðu. Hún er í gömlum náma- göngum, sem Bergenborg Gunnar Guðmundsson á íþróttavellinum í voru færð að gjöf í þessu Laugardal. skyni. Hefur verið lagt gerviefni í göngin, auk þess sem þau eru vel upplýst. Semsagt fyrirtaks aðstaða, sem nánar verður sagt frá síðar. Gunnar hefur verið valinn í unglingalið Hordlandsylkis og mun hann taka þátt í hefðbundnum mótum í sumar. 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.