Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Síða 8

Skinfaxi - 01.05.1994, Síða 8
Heimir Steinsson útvarpsstjóri: Gleðilega hátíð „Hátíð er til heilla best,“ segir hið fornkveðna. Þau orð koma fram í hug- ann um þessar mundir. Hálf öld er nú liðin frá því að Lýðveldið ísland var stofnað á Þingvöllum við Öxará. Þjóð- hátíðardagurinn 17. júní var af þessari ástæðu helgur haldinn með þeim hætti sem hæstur verður á Islandi: Alþingi kom saman að Lögbergi. Þeir Islend- ingar, sem því fengu áorkað, flykktust á vettvang, en aðrir nutu tíðindanna hver heima hjá sér fyrir milligöngu Ríkisútvarpsins, sem sendi efni frá Þingvöllum á sjónvarpsrás sinni og báðum hljóðvarpsrásum daglangt. Þannig eignaðist þjóðin öll um nokk- urra klukkustunda bil drýgri samstöðu en hún hefur notið a.m.k. frá árinu 1974, jafnvel um hálfrar aldar skeið. Islendingar hafa löngum látið sér títt um sögu sína. A þessari öld höfum við tvívegis efnt til þjóðhátíða í minningu löngu liðinna viðburða, stofnunar Al- þingis árið 930 og landnáms, sem við teljum hefjast árið 874. Á Alþingishá- tíðinni 1930 og á þjóðhátíðinni fyrir tuttugu árum gengum við mjög á vit okkar fornu sögu og drógum fram dæmi af því fólki, sem bjó í landinu fyrir þúsund árum eða meir. Þar er reyndar að finna óþrjótandi uppsprettu ánægju og lífsfyllingar öllum til handa meðan ísland er byggt. Saga mín og þín Hátíðin, sem við héldum í sumar, var í einu efni öldungis ný: I þetta skipti hylltum við ekki þá menn, sem byggðu landið og lögðu grundvöll að allsherjarríki fyrir tíu öldum, þótt við minntumst þeirra með virðingu, eins og ævinlega. í þetta skipti litum við um öxl til fimmtíu ára einungis. Hugur okkar beindist að 17. júní 1944 og að þeim árum, sem eftir hann runnu til þessarar stundar. Margir muna lýð- veldissöguna endilanga og jafnvel að- draganda hennar. Öll erum við sam- Heimir Steinsson útvarpsstjóri. tímamenn Lýðveldisins. Saga Lýð- veldisins er saga mín og þín. Þannig horfðum við til ávaxtanna af erfiði þeirra, sem til skamms tíma voru og enn eru á dögum í landinu. Vel má vera, að þessi nærtæka og skammvinna saga geti ekki talist tilefni hyllingarhrópa eða lotningar af því tagi sem hugmyndir okkar um „feðurna frægu” löngum hafa laðað fram. Þó er hér e.t.v. engu minni ástæða til hrifn- ingar en oftsinnis fyrr. Þjóðir heimsins hafa á 20. öld kornið á fót mörgu ríki, sem minna hefur orðið úr en íslenska Lýðveldinu. Heimsveldi hafa hrunið og smærri samfélög liðast í sundur. En Lýðveldið sem landsmenn lögðu grunninn að fyrir fimm tugum ára, horfir enn einarðlega við nýjum dög- um. Slíkt er í sannleika fagnaðarefni. Sjálfstæði Islendinga á sér ýmsar rætur og djúpar. Sumar ræturnar eru hluti af veraldarsögu síðustu kynslóða og jafnvel alda. Mannkynssagan tefldi sitt mikla tafl okkur í vil og það gerir hún enn. Sjálf bárum við gæfu til að leika eigin leiki á skákborði heimsmál- anna af skynsamlegu viti. I utanríkis- málum einkennist lýðveldissagan endi- löng af varfærni. Viðbrögð okkar í málefnum Evrópu síðustu árin vitna um sömu varfærni. Gott er svo búnu að una og framtíðarvænlegt. Rammasta rót sjálfstæðisins er þó hvorki alþjóð- leg né heldur af ætt hygginda eða póli- tískrar rökræðu. Rammasta rótin er þjóðernisvitund- in sjálf, elskan til tungunnar, sem er lífið í brjósti okkar, og sögunnar löngu, landsins og þjóðarinnar, er landið byggir. Þessi vitund lifði af þær aldir, er allir leikir heimstaflsins gengu okk- ur í gegn. Hún mun enn lifa af ókomna daga, hverjir sem þeir verða. Þáttur Ungmennafélaganna Frá því á morgni 20. aldar lögðu Ungmennafélögin rækt við þjóðernis- vitund íslendinga. Sprottin voru þau upp úr rnoldu þjóðlegrar almennings- vakningar á Norðurlöndum fyrir meira en hundrað árum. Lokaáfangi sjálf- stæðisbaráttunnar síðustu áratugina fyrir stofnun Lýðveldisins hélst í hend- ur við öran vöxt Ungmennafélaganna og eflingu þeirra hvarvetna. Allt frá 1909 hafa Ungmennafélögin efnt til landsmóta, er sameinað hafa æskufólk víðs vegar að. Um það leyti sem Lýðveldið var stofnað fjölgaði landsmótum og hafa þau verið háð með reglubundnu millibili æ síðan. Það er táknrænt að Ungmennafélögin skuli fagna lýðveldisafmæli með landsmóti að Laugarvatni nú í sumar. Þar mun það enn verða áréttað, hve vel hreyfingin varðveitir þann hugmynda- kjarna, sem lifað hefur í brjóstum Ung- mennafélaganna alla tíð. Þar mun Ung- mennafélag Islands halda áfram hollu verki. Samtímamenn munu ganga til samstarfs um þjóðlegan metnað og framtíðar eflingu íslenskrar æsku. Landsmót á lýðveldisafmæli verður framhald þjóðhátíðar á Þingvöllum. Hátíð er til heilla best. Nú göngum við saman inn í sumardýrðina við ljósið frá lýðveldisafmælinu lil leika á Laugar- vatni og segjum hvert við annað: „Gleðilega hátíð!” 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.